Áhrif umhverfis og lýðfræði á farhætti fugla - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Það er aðkallandi og krefjandi að skilja betur hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á stofna og útbreiðslu lífvera. Tegundir sem sýna breytileika í farkerfum gefa góð tækifæri til að kanna hvernig ákvarðanir einstaklinga hafa áhrif á stofna og útbreiðslu.
Tjaldar sem verpa á Íslandi hafa tvö farmynstur, sumir eru farfuglar og dvelja í V-Evrópu á vetrum en aðrir eru staðfuglar. Í þessari rannsókn sem stóð yfir 2015-2018, voru áhrif árferðis og farkerfis á varptíma og varpárangur könnuð. Fyrsta stofnastærðarmat sem gert hefur verið á vetrarstofninum sýndi að um 11 þúsund tjaldar hafa vetursetu á Íslandi sem er um þriðjungur stofnsins. Hlutfall farfugla og staðfugla er misjafnt eftir landshlutum. Á varptíma geta pör verið farfuglapör, staðfuglapör eða blönduð pör. Farfuglar verpa að jafnaði aðeins fyrr að vorinu nema kalda vorið 2015 þá verptu staðfuglar fyrr. Varpárangur er að mestu tilviljanakenndur en fuglar sem verpa fyrr eiga meiri möguleika á að verpa aftur ef varp misferst og því eru tengsl milli varptíma og varpárangurs. Fullorðnir tjaldar sýna lítinn sveigjanleika í farhegðun og sömu fuglar eru annað hvort farfuglar eða staðfuglar ár eftir ár. Farhegðun ungfugla ákvarðar því framtíðarvetrarstöðvar. Ákvörðun ungfugla um vetrarstöðvar virðist flókin. Nokkur landshlutabundinn munur er á því hvort ungar eru farfuglar eða staðfuglar en dæmi sem sýna að ungar nágrannapara geta sýnt mismunandi farhegðun sem og foreldrar og ungar þeirra. Til að skilja þetta mynstur betur þarf fleiri ár af gagnaöflun en þá munu fást upplýsingar um ákvarðanir fleiri unga svo hægt verði að skilja áhrifaþætti betur að. Þar sem tjaldar eru langlífir fuglar er einnig þörf á fleiri árum til að reikna út mun á lífslíkum farfugla og staðfugla. Ef sveigjanleiki í atferli einstaklinga er lítill mun jafnvægið milli ungaframleiðslu og lífslíkna fugla með mismunandi farhegðun ráða framtíðardreifingarmynstri í stofninum en fyrirliggjandi gögn benda til að farkerfið sé stöðugt um þessar mundir.
Niðurstöður þessara rannsókna gefa einstaka innsýn inn þá flóknu ferla sem stýra viðbrögðum stofna við loftslagsbreytingum og eru mikilvægur grunnur að frekari rannsóknum á tengslum atferlis og lýðfræði stofna.
English
Understanding the environmental drivers of changes in distribution and abundance of organisms in response to climate change is a major challenge. Partial-migratory systems provide a good opportunity to scale up individual decisions to reveal demographic responses and their effect on distribution. Icelandic breeding oystercatchers adopt two migratory strategies. While some migrate to W-Europe in winter, a part of the population stays behind to winter in Iceland. In this study, which was conducted in 2015-2018, we investigated the effect of temperature and migration strategy on the phenology and breeding success of Icelandic oystercatchers. Our range-wide survey of the wintering population shows that ca. 30% of Icelandic oystercatchers are residents while ca. 70% are migrants. The proportion of different strategies is different between parts of Iceland. During the breeding season, pairs can either consist of residents or migrants or mates can be of mixed strategy. Migrants normally lay slightly earlier in the spring but in the only cold year of the study (2015), residents laid earlier. Nesting success seems largely stochastic but laying earlier in the spring allows more time for breeding so early pairs are usually more successful on average. Adult birds are not flexible in their migratory behaviour but show the same migratory strategy between years. The migratory decisions of juveniles are complicated, largely explained by region but additional factors seem to be important as there are cases of chicks of adjacent pairs which adopt different strategies and juveniles can adopt different strategies of their parents. To fully uncover the process, more years of data are needed. As oystercatchers are long lived birds, more years are also needed to calculate differences in survival between residents and migrants. In the face of low flexibility of individual migratory decisions, the balance between productivity and survival of birds which have different migration strategies will eventually determine the future distribution of the population but at present the current migration system seems stable.
The information obtained in this project provides a novel insight into the complex processes which drive population responses to climate change and an important foundation for further investigation into the links between individual migratory behaviour and population demography.
Heiti verkefnis: Áhrif umhverfis og lýðfræði á farhætti fugla/Environmental and demographic drivers of
migratory strategies in birds
Verkefnisstjóri: Tómas Grétar Gunnarsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 27,283 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152470