Er sjálfbærni þér hugleikin? Nú hefur þú tækifæri til að læra meira og taka þátt í mikilvægu samtali á ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl á Sustainable Living Summit sem fer fram þann 15. október 2024.
Lesa meiraViðburðurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 23. nóvember frá klukkan 16:30 - 18:30.
Lesa meiraDagana 1.-3.nóvember 2023 fór fram ungmennaráðstefna á vegum verkefnisins Menntun til sjálfbærni sem Rannís leiðir fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar, en ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við Samfés. Á ráðstefnunni voru saman komin hátt í 70 ungmenni frá öllum Norðurlöndunum og sjálfstjórnarsvæðum Norðurlandanna.
Lesa meiraNýverið kom út skýrsla frá sænska skólaeftirlitinu þar sem gert er grein fyrir úttekt á námi til sjálfbærni í 30 skólum í Svíþjóð. Niðurstöðurnar sýna að oft skorti skilning á því hvað menntun til að efla sjálfbærni felur í sér.
Lesa meiraMenntamálaráðherrar Norðurlanda og forysta kennarasamtaka á Norðurlöndum ræddu menntun til sjálfbærni á öllum námsstigum í Hörpu 3. maí.
Lesa meiraÁ vefnámskeiðinu sem er haldið 30. janúar kl. 11-13 að íslenskum tíma verða kynntar bráðabirgðaniðurstöður tilraunaverkefnis um fræðslulíkön fyrir sjálfbæran lífsstíl. Námskeiðið fer fram á ensku
Lesa meiraFormennskuáætlun Íslands byggir á grunni framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar til ársins 2030 þar sem yfirmarkmiðið er að Norðurlöndin skuli vera sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Í framkvæmdaáætlun er markið sett á að gera Norðurlönd grænni, samkeppnishæfari og félagslega sjálfbærari. Samstarfið í Norrænu ráðherranefndinni á að þjóna því markmiði.
Fréttina í heild sinni er birt á heimasíðu Strjórnarráðs Íslands