Taktu þátt í viðburðinum „Escaping Fast Fashion: How you can act for change“
Viðburðurinn verður haldinn í Norræna húsinu þann 23. nóvember frá klukkan 16:30 - 18:30.
Vissir þú að fólk á Norðurlöndunum kaupir meira magn af fötum en fólk annars staðar í heiminum og að neysla okkar hefur aukist í síðastliðinn 20 ár? Það er kominn tími til að við breytum neysluháttum okkar og venjum og að við förum að velja sjálfbærari vörur og þjónustu.
Viðburðurinn er sérstaklega áhugaverður fyrir ungt fólk sem er í námi í fatahönnun, fataiðn, textílmennt eða öðrum skapandi greinum. Aðgangur er ókeypis og opin fyrir öll.