Vefstofa um menntun til sjálfbærni
Áhugaverð vefstofa um menntun til sjálfbærni verður haldin nk. mánudag, 24. janúar kl. 13:00-14:00 að íslenskum tíma.
Erindi flytur Maria Joutsenvirta frá Aalto háskóla í Finnlandi. Maria kynnir reynslu sína af nýjustu rannsóknum um hvernig megi samþætta sjálfbærni allri menntun og kynnir starf Aalto háskólans á því sviði. Á eftir erindinu verða stuttar umræður um væntingar þátttakenda til þess hvernig unnt er að samþætta sjálfbæra þróun og menntun.
Vefstofan er hluti af verkefninu ,, Menntun til sjálfbærni " á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Vefstofan er ætluð öllu fagfólki í menntun á Norðurlöndum sem vill sjá menntun sem drifkraft sjálfbærrar þróunar.
Vefstofan fer fram á ensku.