Ný skýrsla frá Svíþjóð um sjálfbærni í skólastarfi

13.6.2023

Nýverið kom út skýrsla frá sænska skólaeftirlitinu þar sem gert er grein fyrir úttekt á námi til sjálfbærni í 30 skólum í Svíþjóð. Niðurstöðurnar sýna að oft skorti skilning á því hvað menntun til að efla sjálfbærni felur í sér. 

Sustainable-living-logo_RGB_ISSænska skólaeftirlitið (se: Skolinspektionen) gaf nýlega út skýrslu þar sem gert er grein fyrir niðurstöðum úttektar á á námi til sjálfbærni í 30 skólum í Svíþjóð, bæði í hinu almenna skólakerfi og einkareknum skólum. Skýrslan er á sænsku, en samantakt fylgir á ensku. Nálgast má skýrsluna hér.

Niðurstöður úttektarinnar sýna að felstir skólar hafi möguleika á að samþætta sjálfbærni með öðru námi en að oft vanti upp á skilning á því hvað menntun til sjálfbærni felur í sér. Lykilatriði varðandi að auka kennslu og menntun til sjálfbærrar þróunar er að menntayfirvöld styðji vel við þá stefnu og að nálgunin taki til allra þátta sem skólar eigi að vinna að samkvæmt námskrá.  

Verkefnið Menntun til sjálfbærni hefur sem markmið að stuðla að því að sjálfbær þróun verði samofin öllu námi barna jafnt sem fullorðinna. Norræna ráðherranefndin fjármagnar verkefnið sem, ásamt fimm öðrum verkefnum, er ætlað að styðja við þá framtíðarsýn að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði jarðar árið 2030. Verkefnið er hluti af norrænu áætluninni Sjálfbært líferni á Norðurlöndum (vefur á dönsku).








Þetta vefsvæði byggir á Eplica