Umsóknarfrestir Erasmus+ og ESC árið 2025 7.5.2025 Umsóknarfrestur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ og ESC fyrir árið 2025.

Lesa meira
 

Rannsóknarsjóður Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar 5.5.2025 Umsóknarfrestur

Fyrir hverja?

Alla sem áhuga hafa á korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenskri bókfræði.

Til hvers?

Hægt er að sækja um styrki til að vinna að rannsóknum og útgáfu rita um korta- og landfræðisögu Íslands eða íslenska bókfræði.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er á tveggja ára fresti. 

Umsóknarfrestur er 5. maí 2025 klukkan 15:00

 

Lesa meira
 

Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar, ráðstefna í Eddu 9.5.2025 13:30 - 15:30 Edda, hús íslenskunnar

Í tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi. 

Lesa meira
 

Auglýsing um umsóknarfresti evrópskra samstarfsverkefna Creative Europe 13.5.2025 Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2025. 

Lesa meira
 

NordForsk auglýsir kall um ábyrga notkun gervigreindar 13.5.2025 Umsóknarfrestur

Markmiðið er að kanna notkun, þróun og innleiðingu gervigreindar, á einstaklings-, skipulags- og samfélagsstigi. Umsóknarfrestur rennur út 13. maí 2025 klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 

Upplýsingadagar LIFE áætlunarinnar 13.5.2025 - 15.5.2025 Upplýsingadagur

Haldnir verða rafrænir upplýsingadagar um LIFE áætlunina dagana 13.-15. maí nk. 

Lesa meira
 

Nýsköpunarvikan: Innovate and Elevate! - Funding, Founders and Fun 14.5.2025 12:15 - 13:15 Nýsköpunarvikan

Rannís, Tækniþróunarsjóður og Enterprise Europe Network taka þátt í Nýsköpunarvikunni og bjóða til hádegisviðburðar með yfirskriftinni: Innovate and Elevate! - Funding, Founders and Fun. 

Lesa meira
 

Menntun fyrir samfélagslega sjálfbæra framtíð 27.5.2025 12:00 - 14:30 Rafrænn viðburður

Nordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu þriðjudaginn 27. maí 2025 þar sem fjallað verður um hlutverk menntunar í að stuðla að samfélagslegri sjálfbærni.

Lesa meira
 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica