Upplýsingadagar LIFE áætlunarinnar
Samhliða viðburðinum verður opnaður tengslavefur þar sem boðið er upp á að bóka tvíhliða fundi við aðra umsækjendur og landstengiliði frá 13. maí til 30. september 2025.
Rannís mun einnig halda rafrænan upplýsingafund um LIFE áætlunina fyrir íslenska umsækjendur síðar í maí og verður viðburðurinn auglýstur sérstaklega þegar nær dregur.
Nánari upplýsingar og skráning á upplýsingadag
Rannís vekur athygli á því að LIFE köll fyrir árið 2025 hafa nú verið opinberuð á heimasíðu CINEA. Stefnt er á að opna fyrir þau þann 24. apríl 2025.
LIFE áætlun Evrópusambandsins hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992. Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu.
Undir áætlunininni eru fjórar undiráætlanir:
- Náttúra og líffræðileg fjölbreytni
- Hringrásarhagkerfið
- Loftslagsbreytingar, aðlögun og aðgerðir
- Orkuskipti
Öll áhugasöm um áætlunina eru hvött til að setja sig í samband við landstengiliði LIFE áætlunarinnar hjá Rannís.