Á döfinni

Fyrirtækjastefnumót á Íslensku sjávarútvegssýningunni – IceFish 2024

  • 19.9.2024, 9:00 - 16:00, Fyrirtækjastefnumót

Sýningin er haldin í 14. sinn sem hér á landi. Á sýningunni má meðal annars sjá nýjustu tæki, búnað og þjónustu sem sjávarútveginum býðst, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru.

Fyrirtækjastefnumót verður í boði á sýningunni en þau hafa notið vinsælda á undanförnum sýningum og það er von okkar að árangurinn verið áfram góður. Þátttakendur hafa myndað ný og öflug viðskiptatengsl og kannað ný markaðstækifæri. Á síðustu sýningum hafa að meðaltali yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum tekið þátt á yfir hundrað fundum.

Enterprise Europe Network stendur fyrir þessum viðburði innan IceFish-sýningarinnar og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Fyrirtækjastefnumótið fer fram fimmtudaginn 19. september í sýningarhöll 2, í Smáranum í Kópavogi. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn. Skráning og frekari upplýsingar eru á ensku á vefsíðu fyrirtækjastefnumótsins:

Matchmaking at IceFish 2024.

Fyrirtækjastefnumótið er skipulagt af Enterprise Europe Network á Íslandi sem er starfrækt hjá Rannsóknamiðstöð Íslands-Rannís,  pg er haldið í samstarfi við Íslensku sjávarútvegs- og fiskeldissýninguna.

Nánari upplýsingar á vef EEN á Íslandi








Þetta vefsvæði byggir á Eplica