Á döfinni

Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe: Fæða, lífhagkerfi, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál

Upplýsingadagar:

Á upplýsingadögunum 13. - 14. desember verða kynnt  rannsóknar- og nýsköpunarviðfangsefni næstu vinnuáætlunar (e. Work Programme) fyrir árin 2023-2024 í klasa 6 í Horizon Europe, fæða, lífhagkerfi, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál (Food, Bioeconomy, Natural Resources, Agriculture and Environment)

Væntanlegum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að læra meira um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.

Dagskrá og nánari upplýsingar

Tengslaráðstefna 19. desemeber:

Á tengslaráðstefnunni gefast tækifæri á að koma þér og þinni stofnun/fyrirtæki á framfæri.

Hlekkur á tengslaráðstefnuna

Starfsmenn Rannís geta veitt aðstoð við textagerð en mikilvægt er að hafa hnitmiðaðan texta til að einfalda þátttakendum leit að réttum samstarfsaðilum á tengslaráðstefnunni. Sýnileikinn eykur líkurnar á að haft verið samband við viðkomandi með boð um að vera þátttakendur í stórri Evrópusambandsumsókn.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú vilt vita meira, þá getur þú sent línu eða slegið á þráðinn, kolbrun@rannis.is, 515 5814

Klasi 6 - fæðuöryggi, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál, (Food, Bioeconomy, Natural Resources, Agriculture and Environment), miðar að því að draga úr umhverfisspjöllum, stöðva og snúa við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika á landi, vötnum og sjó. Fara betur með náttúruauðlindir með breytingum á efnahagslífi og samfélagi í þéttbýli og dreifbýli.

Klasi 6 hefur eftirfarandi áherslusvið:

  • Vöktun umhverfis 
  • Líffræðilegur fjölbreytileiki og náttúruauðlindir 
  • Landbúnaður, skógrækt og dreifbýli 
  • Sjór, höf og vötn 
  • Matvælakerfi
  • Lífræn nýsköpunarkerfi í lífhagkerfi ESB
  • Hringrásarkerfi







Þetta vefsvæði byggir á Eplica