Á döfinni

Uppbyggingarsjóður EES: Tækifæri til sóknar á sviði græna hagkerfisins

  • 4.6.2024 - 5.6.2024, Sófía

Fyrirtækjastefnumót, fyrir öll þátttökuríki Uppbyggingarsjóðs EES sem leggja áherslu á græna hagkerfið, verður haldið í Sófíu, Búlgaríu dagana 4.-5. júní næstkomandi.

Á mótinu verður áhersla lögð á fjögur atriði:

  1. Hlutverk föngunar koltvísýrings og geymsla hans í jörðu (e. The Role of Carbon Capture and Storage - CCS)
  2. Stafræn væðing á sjálfbæra bláa hagkerfinu (e. Digitalisation of the Sustainable Blue Economy)
  3. Hráefni (e. Raw Materials)
  4. Vetni fyrir grænar samgöngur (e. Hydrogen for Greening Transportation)

Þátttökuríkin eru: Ísland, Noregur, Búlgaría, Eistland, Grikkland, Króatía, Lettland, Litháen, Pólland, Portúgal, Rúmenía og Slóvakía.

Stefnt er að því að um 100 þátttakendur frá fyrirtækjum, nýsköpunarklösum, rannsóknastofnunum, háskólum auk annarra hagaðila taki þátt. Veittir verða allt að tíu ferðastyrkir fyrir aðila frá Íslandi til þátttöku á staðnum. Hver ferðastyrkur nemur að hámarki 1.800 evrum (lump sum). 

Áhugasöm eru hvött til að kynna sér dagskrá viðburðarins og melda áhuga sinn á þátttöku við fyrsta tækifæri. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um fyrirtækjamótið

Jafnframt er vakin athygli á því að opið er fyrir umsóknir á sviði grænna umskipta með samstarfsaðilum í Rúmeníu. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2024. Heildarfjármagn tilvonandi úthlutunar er 1.250.000 evrur. Hámarksstærð verkefna eru 250.000 Evrur en lágmarksstærð verkefna eru 50.000 evrur.  Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um kallið

Áhugasöm eru hvött til að skrá sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins til samstarfsleitar á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Government of Iceland | Partnership opportunities in Iceland

Þá má finna upplýsingamyndband um nýsköpunar og viðskiptaáætlanir Uppbyggingarsjóðs EES á YouTube síðu Uppbyggingasjóðsins

Nánari upplýsingar veitir Egill Þór Níelsson, sérfræðingur hjá Rannís.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica