Á döfinni
Styrkir og tækifæri fyrir skapandi greinar innan ESB
Mánudaginn 6. nóvember 2023 kl. 13:00 munu sérfræðingar Rannís fara yfir áætlanir ESB sem snúa að skapandi greinum, styrkjamöguleikum og þá þjónustu sem er í boði fyrir stofnanir, félög og fyrirtæki.
Dagskrá:
- Creative Europe – Ragnhildur Zoëga
- Horizon Europe – Sigrún Ólafsdóttir
- Enterprise Europe Network (EEN) og Worth – Mjöll Waldorff
- Reynslusögur íslenskra þátttakenda í þessum áætlunum.
Vefstofan er ókeypis og öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu lýkur 5. nóvember.
Teams hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur daginn fyrir fundinn en við getum ekki ábyrgst að fundarboð berist ef fyrirvarinn er stuttur.