Á döfinni
Opið fyrir köll í nýsköpunarsjóð framkvæmdastjórnar ESB
Nýsköpunarsjóður ESB (EU Innovation Fund), sem er fjármagnaður af kolefnisskatti Evrópusambandsins (ETS), opnar fyrir umsóknir 23. nóvember.
Fréttatilkynning Nýsköpunarsjóðs ESB
Það eru þrír flokkar umsókna sem opna á sama tíma:
- Verkefni upp í tíu milljónir evra.
- Verkefni frá tíu til 100 milljónir evra.
- Stór verkefni yfir 100 milljónir evra.
Í heildina verður fjármagn í þessa flokka allt að fjórum milljörðum evra.
Þá verður einnig boðið til uppboðs á vegum Vetnisbanka ESB (EU Hydrogen Bank)
allt að 800 m evra.
Fréttatilkynning Vetnisbanka ESB
Í tengslum við þessi nýju köll verða haldnar tvær kynningar*
- 30. nóvember kl. 09:00 GMT (10:00 CET): Kynning á uppboðsleiðinni.
- ATH: Skráning á kynningu lokar 29.nóv.
- 7. desember kl. 09:00 GMT (10:00 CET): Kynning á köllunum.
- ATH: Skráningu á kynningu lokar 5. des.
Kynningarnar fara fram á ensku í streymi.
Við bendum áhugasömum að skrá sig á kynningarfundina.