Á döfinni
Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð, skattahvata og Enterprise Europe Network
Á fundinum verða kynningar á Tækniþróunarsjóði, skattahvötum vegna rannsókna og þróunar og Enterprise Europe Network (EEN).
Dagskrá
- Tækniþróunarsjóður - kynning á styrkjaflokkum og ferlinu
- Skattfrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar
- Enterprise Europe Network - kynning á stuðningi við metnaðarfull fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti
- Kynningar frá félagsmönnum SI og SSP sem hafa fengið styrk
- Umræður og spurningar
Fundarstjóri er Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.
Boðið verður upp á léttan morgunverð.