Á döfinni
Kynningarfundir á styrkjum Tækniþróunarsjóðs og Netöryggisstyrk Eyvarar
Staðkynning hjá Breið Þróunarfélagi, Bárugötu 8-10, Akranesi.
- Miðvikudaginn 29. janúar 2025, kl. 12:00-13:00.
- Engin þörf að skrá sig.
Rafrænn kynningarfundur í samstarfi við SSNE, SSNV, og Austurbrú.
- Fimmtudaginn 30. janúar 2025, kl. 12:00-13:00.
- Skráning - hlekkur verður sendur í tölvupósti á skráða þátttakendur.
Á fundunum munu sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, verða til viðtals og kynna Netöryggisstyrk Eyvarar og styrkjamöguleika Tækniþróunarsjóðs.