Á döfinni
Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe - heilbrigðismál
Markmiðið með upplýsingadeginum er að fræða áhugasama umsækjendur um næstu köll í vinnuáætlun heilbrigðisvísinda fyrir árið 2024.
Áhugasöm er hvött til að horfa á upptökur af kynningum sem verða birtar á vef viðburðarins fyrirfram og senda inn spurningar í gegnum SLIDO.
Upptökur
Í kjölfar upplýsingadagsins verður tengslaráðstefna þar sem áherslan er á myndun rannsóknahópa (consortium building). Umsóknarfrestur er 29. maí 2023.