Á döfinni

Fyrirtækjastefnumót á jarðvarmaráðstefnu, IGC 2024

  • 30.5.2024, Fyrirtækjastefnumót

Orkuklasinn hefur veg og vanda af ráðstefnuhaldinu, en hún er að jafnaði haldin á 2-3 ára fresti. Þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin hér á landi og er ráðstefnan þegar orðin einn helsti umræðuvettvangur jarðvarma og endurnýjanlegrar orku í heiminum í dag.

Skoða dagskrána 

Fyrirtækjastefnumót er kjörinn vettvangur til að:

  • eiga árangursríka fundi með mögulegum viðskiptaaðilum
  • koma þekkingu, vörum og þjónustu á framfæri
  • eiga samtal við aðila til að þróa áfram verkefni
  • stofna til viðskiptasambanda til langframa
  • styrkja tengslanetið

Hver fundur er einungis 20 mínútur svo fundirnir verði skilvirkir og árangursríkir.

Viðburðurinn er ætlaður þátttakendum og sýnendum IGC 2024 jarðvarmaráðstefnunnar.

Fyrirtækjastefnumótið er gjaldfrjálst og er sérstök skráning á viðburðinn í gegnum vefsíðu IGC ráðstefnunnar.
SKRÁNING Á VIÐBURÐINN

Skráning á viðburðinn er auðveld og fundarsíðan er einföld í notkun. Einnig er hægt að nálgast app (b2match) sem heldur utan um viðskiptasamböndin og fundarbókanir. Hægt er að horfa á myndband um fyrirtækjastefnumót hér á vefsíðu EEN.

Viðburðinn er haldinn í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, fimmtudaginn 30. maí 2024

Við hvetjum alla þátttakendur á ráðstefnunni sem hafa áhuga á nýjum viðskiptatengslum eða vilja eiga óformlegt spjall við áhugaverð fyrirtæki að skrá sig á fyrirtækjastefnumótið og taka þátt í þessum viðburði.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica