Á döfinni

Evrópski tungumáladagurinn - Tungumál í þágu friðar

  • 26.9.2024, 17:00 - 18:00, Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur hjá HÍ

Dagurinn hefur síðan 2001 verið haldinn til heiðurs evrópskum tungumálum og fjöldi fólks víðs vegar um Evrópu skipuleggur eða tekur þátt í viðburðum þennan dag með það að markmiði að efla tungumálafjölbreytileika og færni til að tala önnur tungumál.

Í ár er þema Evrópska tungumáladagins „Tungumál í þágu friðar“ og mun Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki við Mála og menningardeild HÍ flytja erindi sem nefnist „Miðla mál málum?“. 

Ármann Halldórsson, verkefnastjóri erlendra samskiptaverkefna í Verslunarskóla Íslands mun kynna alþjóðlegt samstarf í skólanum og Sigríður Alma Guðmundsdóttir, formaður Félags dönskukennara flytur erindi um skólaheimsóknir íslenskra grunnskólanemenda til Danmerkur og móttöku danskra nemenda á Íslandi. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar.

Evrópski tungumáladagurinn er haldinn 26. september ár hvert að frumkvæði ECML. Þessi viðburður er skipulagður af STÍL (Samtök tungumálakennara á Íslandi), Vigdísarstofnun, Tungumálamiðstöð HÍ, Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Rannís.

Við hvetjum alla tungumálakennara til að fagna degi evrópskra tungumála með okkur og að kynna þau þau tækifæri sem standa til boða. 

Skráning á viðburðinn fer fram hér. 








Þetta vefsvæði byggir á Eplica