Á döfinni
Creative Europe vinnustofa um samstarfsverkefni
Megin markmið evrópskra samstarfsverkefna er að koma á framfæri menningu, listum og listamönnum landa á milli og auka sýnileika evrópskra skapandi greina.Samstarfsverkefni eru ætluð fyrirtækjum, stofnunum og samtökum af öllum stærðum og gerðum í menningu og listum.
Á vinnustofunni verður farið yfir þau atriði sem þarf að hafa í huga þegar sótt er um í áætlun Creative Europe.
Vinnustofan sem er 7. desember 2023 er opin öllum en nauðsynlegt er að skrá sig:
Lokadagur skráningar er 6. desember. Teams hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur daginn fyrir fundinn en við getum ekki ábyrgst að fundarboð berist ef fyrirvarinn er stuttur.
Samstarfsverkefni eru í tveimur þrepum:
- Þrep 1, minnst þriggja landa samstarf og hægt er að sækja um stuðning allt að 200.000 evrur / 80% af kostnaði
- Þrep 2, minnst fimm landa samstarf þar sem hægt er að sækja um stuðning allt að 1.000.000 evrur / 70% af kostnaði.
Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2024.
Hér má finna umsóknargögn: European Co-operation Projects 2024 Call