Creative Europe styrkir þýðingar, útgáfu og dreifingu á evrópskum bókmenntum
Þema og forgangsatriði:
Hvatning til að þýða og kynna bókmenntir frá minni málsvæðum til stærri markaða í Evrópu, aukin samkeppnishæfni evrópskra bókmennta, og hvatt er til samvinnu bókaútgefenda. Markmið er að stækka notendahóp og ná til yngra fólks. Ýta undir sanngjörn starfskjör rithöfunda og þýðenda og að nöfn þýðenda birtist á bókakápu.
Tekið er tillit til sérstakrar stöðu í Evrópu vegna stríðsátaka.
Miðað er við að minnsta kosti fimm skáldverk til þýðinga í umsókn. Verkefnin eiga að styðja grænar áherslur og jafnrétti.
Skilyrði:
Virkir útgefendur - verkefnisstjóri / séu lögaðilar til minnst tveggja ára þegar umsókn er send inn. Verkefnið feli í sér minnst fimm bókmenntaverk þýdd frá einu evrópsku tungumáli á annað.
Hægt er að sækja um allt að:
- 100.000 evrur fyrir 5 verk
- 200.000 evrur fyrir minnst 11 verk
- 300.000 evrur fyrir minnst 21 verk (að minnsta kosti 2 útgefendur)
- 60% framlag ESB