Á döfinni

Creative Europe styrkir bókaútgefendur

  • 11.2.2025, Umsóknarfrestur

Skilyrði er að höfundaverk séu frá þátttökulöndum Creative Europe. Stefnt er að stuðningi við að lágmarki 40 verkefni. Einstök forlög geta sótt um eða í félagi við aðra bókaútgefendur.

Rafrænn upplýsingafundur fyrir umsækjendur/bókaútgefendur verður haldinn 28. nóvember nk. kl. 8.30. 
Skráning á rafrænan fund

Markmið:

  • Kynna fjölbreytta flóru bókmennta frá öðrum málsvæðum.
  • Styðja við þýðendur og þeirra framlag.
  • Styrkja dreifingu og kynningu til að tryggja gott aðgengi að evrópskum bókmenntaverkum og stækka lesendahópinn.
  • Hvetja til samvinnu mismunandi aðilja, höfunda, þýðenda, útgefenda, bóksala, bókasafna, bókmenntahátíða o.fl.

Nánari upplýsingar um styrk








Þetta vefsvæði byggir á Eplica