Á döfinni
Creative Europe samstarfsverkefni
Hvað er evrópskt samstarfsverkefni?
Creative Europe samstarfsverkefni byggja á samvinnu nokkurra evrópskra aðila frá minnst 3 löndum sem takast á við aðkallandi verkefni eða úrlausnir á lista og menningarsviði, þvert á landamæri. Umhverfis- og jafnréttismál skulu vera samfléttuð verkefnum.
Þrjár verkefnastærðir:
Smærri verkefni 80% framlag
- Minnst 3 landa samstarf. ESB framlag er 80% og hægt að sækja um allt að 200.000 evrur.
Miðlungs verkefni 70% framlag
- Minnst 5 landa samstarf. ESB framlag er 70% og hægt er að sækja um allt að 1.000.000 evrur
Stór verkefni 60% framlag
- Minnst 10 landa samstarf. ESB framlag er 60% og hægt er að sækja um allt að 2.000.000 evrur
Sjá nánar: European Cooperation projects | Culture and Creativity (europa.eu)
Verkefnin eiga að miða að:
- Styrkja listir og menningu, samskipti, dreifingu og kynningu í Evrópu eða
- Að koma á nýjungum: þróa menningarsviðið og koma á nýjum aðferðum og leiðum
Verkefnin feli í sér:
- Að ná til almennings
- Inngildingu, fá fleiri í hópinn
- Sjálfbærni /grænar áherslur
- Stafrænar lausnir – notkun á nýrri tækni
- Alþjóðavæðingu – þekking á samstarfi þvert á lönd
- Árlegt nýtt þema – auglýst þegar köll birtast*
Hvernig eru verkefnisumsóknir metnar:
- Notagildi, verkefnið leysir áskoranir sem Framkvæmdastjórninni þykir skipta máli
- Gæði og innihald. Verkþættir og viðburðir styðja úrlausn verkefnis.
- Samstarf verkefnastjóra og þátttakenda. Samstarf er skýrt, vel uppbyggt og úthugsað.
- Kynning og dreifing á verkefni.