Á döfinni
Creative Europe bókmenntaþýðingar 2023
Creative Europe styrkir þýðingar og dreifingu á evrópskum bókmenntum.
Markmið:
Styrkir eru veittir til þýðinga, útgáfu og dreifingar á bókmenntaverkum
Þema og forgangsatriði:
- Styrkja evrópska dreifingu á evrópskum bókmenntum
- Hvatning til að þýða og kynna bókmenntir frá minni málsvæðum til að kynna fyrir stærri mörkuðum í Evrópu og lengra.
- Styrkja samkeppnishæfni evrópskra bókmennta hvatt til samvinnu þeirra sem sinna bókaútgáfu
- Koma á framfæri evrópskum og úkraínskum bókmenntum á úkraínsku fyrir stríðsflóttamenn
- Sanngjörn starfskjör rithöfunda og þýðenda „þýðendur komi fram á bókakápu“
- ESB mun hafa í huga sérstaka stöðu í Evrópu vegna stríðsátaka. Miðað er við a.m.k. 5 skáldverk til þýðinga í umsókn.
- Verkefnin styðji grænar áherslur og jafnrétti
- Tryggja að þýðendum sé gert hátt undir höfði.
Skilyrði:
- Hægt er að sækja um einn (lögaðili) eða í samvinnu við annan/aðra
- Umsækjendur séu virkir útgefendur og verkefnsstjóri lögaðili til minnst 2 ára þegar umsókn er send inn.
- Verkefnið feli í sér minnst 5 bókmennaverk sem þýðist frá einu evrópsku tungumáli til annars.
Stærð verkefna:
- Minni verkefni – þýðing á 5 bókmennaverkum, styrkur allt að 100.000€ allt að 60% styrkur frá ESB – tímalengd verkefnis allt að 36 mánuðum.
- Millistór verkefni Þýðing á amk. 11 bókmenntaverkum, styrkur allt að 200.000€ allt að 60% styrkur frá ESB, tímalengd verkefnis allt að 36 mánuðum.
- Stærri verkefni – þýðing á amk 21 bókmenntaverkum, styrkur allt að 300.000 €, allt að 60% styrkur frá ESB. Tímalengd verkefnis allt að 36 mánuðum.
Umsóknareyðublöð: Funding & tenders (europa.eu)