Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Verðlaunin voru fyrst veitt í ársbyrjun 1996 og hafa síðan verið veitt á ári hverju við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Allir nemendur sem skila inn lokaskýrslu fyrir auglýstan frest koma til greina við veitingu verðlaunanna.

Árlega velur stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna um 10-15 verkefni sem unnin eru á árinu sem úrvalsverkefni. Af þeim eru svo 5-6 verkefni valin sem öndvegisverkefni og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna byggir mat sitt á verkefnum á mati fagráða sjóðsins, sem eru fimm:  

  1. fagráð á sviði heilbrigðisvísinda,
  2. fagráð á sviði verkfræði, tæknivísinda og raunvísinda,
  3. fagráð á sviði náttúru- og umhverfisvísinda.
  4. fagráð á sviði hugvísinda og
  5. fagráð á sviði félagsvísinda

Yfirlit yfir verðlaunahafa og verkefni sem hlotið hafa sérstakar viðurkenningar

Hægt er að smella á titil verðlaunaverkefna (frá árinu 2010) til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.


2024: Umhverfisvænt sementlaust AlSiment steinlím

Heiðar Snær Ásgeirsson meistaranemi í efnaverkfræði við DTU Tækniháskólann í Danmörku og Gonzalo Patricio Eldredge Arenas meistaranemi í jarðhitaverkfræði við Háskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Umhverfisvænt sementlaust AlSiment steinlím. Leiðbeinendur verkefnisins voru Sunna Ólafsdóttir Wallevik og Dr. Kristján Friðrik Alexandersson framkvæmdastjórar hjá Gerosion, ásamt þeim Dr. Jan Přikryl hjá Gerosion og Dr. Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Verkefnið snerist um nýja tækni sem getur hjálpað byggingariðnaðinum að minnka kolefnislosun með bindingu á CO2. Í verkefninu er sýnt fram á fýsileika þess að nota AlSiment tækni eða svokallað sementslaust steinlím (AlSiment) sem bindiefni fyrir steypu. Efnasamsetning þessa efnis er að sumu leyti lík samsetningu sements, en er ríkara af ál- og kísiloxíðum. AlSiment er blandað saman við vatn, auk virkjunarefna á borð við basa og alkalísílikat. Úr verður bindiefni sem hægt er að blanda við sömu fylliefni og notuð eru í hefðbundna steypu.

Steypa er mest framleidda efnið á jörðinni og er bráðnauðsynleg áframhaldandi uppbyggingu samfélags okkar. Magnaðir eiginleikar og styrkur steypu eru í sementi og hvörfum þess við vatn að þakka. Því miður er framleiðsla sements með gríðarstórt kolefnisspor. Í framleiðsluferlinu losnar óhjákvæmilega CO2 við brennslu kalksteins, en auk þess er brennt mikið magn af kolum til að knýja þetta orkufreka ferli. Í heildina stafar 7-8% af allri losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum af framleiðslu sements.

Sementslaust steinlím er hægt að framleiða úr hliðarafurðum frá þungaiðnaði eins og stál- og álframleiðslu, en einnig frá náttúrulegum uppsprettum eins og jarðhitakísli og eldfjallaösku, sem eru sérstaklega aðgengileg á Íslandi. Í verkefninu var uppskrift af hellum með sama fylliefni og Steypustöðin notar venjulega þróuð og prófuð. Niðurstaðan var sú að það er raunhæft að nota AlSiment sementslaust steinlím í stað sements í helluframleiðslu.

Verkefnið snerist að auki um nýja tækni sem getur hjálpað byggingariðnaðinum að minnka kolefnislosun með bindingu á CO2 með því að nota AlSiment tækni. Á þeim þremur mánuðum sem verkefnið stóð, voru ýmsar uppskriftir prófaðar til að ákvarða hvaða breytur höfðu mest áhrif á styrktarþróun og hvort þær myndu ná kröfum fyrir hefðbundnar Portland-sements lausnir (35 MPa eftir 28 daga). Helstu niðurstöður voru þær að styrkur alkalíefna og CO2 höfðu mikil áhrif á þrýstistyrk, vinnanleika og útlit steypunnar. Magn CO2 sem bundið var í steypublöndurnar var 3,7 – 26 kg á rúmmetra sem skilaði 80 MPa til 60 MPa þrýstistyrk. Staðfest var að hægt er að fanga CO2 með AlSiment tækni sem gæti hjálpað byggingariðnaðinum að minnka kolefnislosun með því að bjóða upp á annan valkost en hefðbundið Portland sement sem stenst vel þær kröfur sem eru gerðar.

English 

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Greiningarkerfi fyrir heilsugæsluna – Einkenni.is
Verkefnið var unnið af Baldri Olsen og Kára Steini Hlífarssyni, nemum í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og Magnúsi Friðriki Helgasyni, nema í Hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Hrafn Loftsson dósent og Stefán Ólafsson lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og Steindór Oddur Ellertsson læknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Nýsköpun fyrir snemmgreiningu brjóstakrabbabeina
Verkefnið var unnið af Magnúsi Gauta Úlfarssyni nema í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Margrét Þorsteinsdóttir prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Sigríður Klara Böðvarsdóttir forstöðumaður Lífvísindaseturs Háskóla Íslands, Kristrún Ýr Holm doktorsnemi við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Finnur Freyr Eiríksson framkvæmdarstjóri ArcticMass og Christoph Borchers prófessor við McGill Háskóla í Kanada.

Rauntíma sjávarfalla- og sjávarhæðarspá við Ísland
Verkefnið var unnið af Rakel Maríu Ellingsen Óttarsdóttur, nema í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Halldór Björnsson, Veðurstofu Íslands, Angel Ruiz Angulo, prófessor á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ og Fannar Gíslason, Vegagerðinni.

Stjórn DNA metýlunar á ísóformnotkun í taugaþroska
Verkefnið var unnið af Katrínu Wang, læknanema við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Katrín Möller, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands og Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Viðbrögð við áreitni innan lögreglu
Verkefnið var unnið af Sólveigu Maríu Thomasdóttur nema í Hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Finnborg Salome Steinþórsdóttir, aðjúnkt og Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild við Háskóla Íslands.

2023: Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika

Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson nemar í verkfræði og tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika. Leiðbeinandi var Pétur Már Halldórsson hjá Nox Medical.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Í verkefninu „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“ var hönnuð og smíðuð frumgerð að tæki til aðstoðar við endurhæfingu á skertri skynjun í höndum vegna heilablóðfalls. Auk tækisins var hannað snjallforrit sem gegnir margþættu hlutverki. Það stýrir tækinu, er viðmót sem mætir sjúklingnum, ásamt því að vera samskiptamiðill milli sjúklinganna og sjúkra- og iðjuþjálfa sem stýra endurhæfingunni.

Einstaklingar sem fá heilablóðfall þurfa oft að kljást við margskonar fötlun í kjölfarið. Ein birtingarmynd slíkrar fötlunar er skert skynjun í útlimum. Árangursríkasta aðferðin til að endurheimta fyrri getu er að hefja endurhæfingu sem fyrst. Vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið hér á landi getur verið skortur á aðgengi og löng bið sjúklinga eftir iðju- og sjúkraþjálfun getur valdið því að einhverjir sitja uppi með varanlega fötlun sem hefði mátt afstýra með tímabærri meðhöndlun og endurhæfingu.

Hér er kynnt til sögunnar ný aðferð til endurhæfingar á sjálfvirkan, vélrænan og tölvustýrðan máta. Þessi nýja aðferð og tækni býður upp á þann möguleika að stórbæta aðgengi að endurhæfingu, ásamt því að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Með innleiðingu aðferðinnar myndi heimsóknum til iðjuþjálfa fækka og auðveldara væri að ná til mun fleiri sjúklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda. Þannig gæti þessi tækni haft í för með sér verulegan sparnað og hagræðingu innan heilbrigðiskerfisins á sama tíma og þjónusta við sjúklinga og árangur meðferðar myndi stórbatna. Einnig mun þessi nýjung auðvelda eftirfylgni eftir útskrift ásamt því að auka tíðni þjálfunar og þannig hækka líkur á því að einstaklingar sem verða fyrir slíku áfalli eigi möguleika á að hefja endurhæfingu tafarlaust og þar af leiðandi auka líkur á fullum bata.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Jöklabreytingar og sjávarstaða umhverfis Ísland
Verkefnið var unnið af Berglindi Pétursdóttur, nema við HÍ. Leiðbeinandi var Guðfinna Th Aðalgeirsdóttir prófessor á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ.

Sea Saver
Verkefnið var unnið af Atla Erni Friðmarssyni, Óla Sveini Bernharðssyni, Unnari Bæring Sigurðssyni og Lara De Stefano nemum í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi var Ásta Karen Ágústsdóttir.

Digital Symptom Tracker for Kid's Periodic Fever
Verkefnið var þverfaglegt, og var það unnið af nemunum Árna Steinari Þorsteinssyni og Þorsteini Inga Stefánssyni Rafnar í tölvunarfræðideild HR/HA. Leiðbeinandi þeirra var Anna Sigríður Islind, dósent í tölvunarfræðideild HR. Samstarf var við Högskolan Väst í Svíþjóð.

Myndræn skráning búsetuminja og lýðvirkjun
Verkefnið var unnið af Sigríði Hlíðkvist G. Kröyer og Kristínu Emblu Guðjónsdóttur, nemum í landfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, og Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur hjá Sagnabrunni og Rannsóknasetrum HÍ.

Leikskólalóðir á norðurslóðum
Verkefnið var unnið af Karen Lind Árnadóttur sem útskrifaðist úr grunnnámi í landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2022. Verkefnið var unnið í samstarfi við Teiknistofu Norðurlands og voru umsjónaraðilar verkefnisins Anna Kristín Guðmundsdóttir og Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitektar FÍLA.

2022: Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá

Margrét Vala Þórisdóttir og Signý Kristín Sigurjónsdóttir, báðar með BS í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerður Jónsdóttir, með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá . Leiðbeinendur voru Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Á gjörgæsludeildum Landspítalans er notast við upplýsingakerfi sem safnar gífurlegu magni gagna um sjúklinga og meðferð þeirra þar. Þetta upplýsingakerfi skortir þó aðgengileika og yfirsýn. Með auknum aðgengileika að upplýsingum og hagnýtingu á þeim aragrúa gagna sem er safnað er hægt að veita starfsfólki yfirsýn yfir álag og umfang gjörgæslumeðferðar. Slíkt bætir líka þjónustu við gjörgæslusjúklinga og tryggir aukið öryggi.

Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni.

Viðtökur gagnasjárinnar hafa verið mjög góðar og er nú verið að vinna að því að innleiða hana í tölvukerfi Landspítalans. Þá hefur gagnasjáin verið kynnt fyrir gjörgæsluráði Landspítalans sem og hugbúnaðarfyrirtæki innan heilbrigðisþjónustugeirans. Báðir aðilar hafa sýnt lausninni mikinn áhuga.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Kennsluefni í kynja- og hinseginfræði.
Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Krakkakropp.
Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís.

Matjurtarækt utandyra fram á vetur.
Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu.

Stelpur diffra.
Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands.

Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar.
Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.

Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands.

2021: Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi . Leiðbeinendur voru Guðmundur Valur Oddsson, Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Valgerður Árný Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð (HAM): Hugmynd að borðspili
Verkefnið var unnið af Elvu Björg Elvarsdóttur, Elvu Lísu Sveinsdóttur, Hildi Lovísu Hlynsdóttur, Söru Margréti Jóhannesdóttur og Kristínu Rós Sigurðardóttur, nemum í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru María Kristín Jónsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Álfheiður Guðmundsdóttir, sálfræðingur hjá þjónustumiðstöð Breiðholts.

Heilaörvun með nýtingu vefþjóns
Verkefnið var unnið af þeim Bjarka Frey Sveinbjarnarsyni og Hafþóri Hákonarsyni nemendum við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Leiðbeinandi var Gylfi Þór Guðmundsson, aðjúnkt við sömu deild.

Hreinsun skólps með himnum á Íslandi
Verkefnið var unnið af Ihtisham UI Haq Shami og Sif Guðjónsdóttur, nemum í umhverfisverkfræði við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Bing Wu, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Óróasjáin “Tremv” - Ný forritseining fyrir jarðskjálftakerfið SeisComP
Verkefnið var unnið af Bethany Vanderhoof, meistaranema í jarðskjálftafræði við Háskóla Íslands og Þórði Ágústi Karlssyni, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands undir leiðsögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands og Bjarna K. Leifssonar, sérfræðings í rekstri og umsjón flókinna úrvinnslukerfa á Veðurstofunni.

Sálfræðileg einkenni íslenskra knattspyrnuiðkenda: Kynning og fræðsla
Verkefnið var unnið af Grími Gunnarssyni, MSc nema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur hans voru dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og forseti íþróttadeildar Háskólans í Reykjavík og Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála á Íslandi og landsliðsþjálfari A-landsliðs karla.

Allir tilnefndir styrkþegar sjóðsins fengu viðurkenningarskjal undirritað af forseta Íslands.

2020: Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir

Halldór Bjarki Ólafsson, nemi í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir. Leiðbeinandi var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Landspítala og kennari við Háskóla Íslands.

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Litun sjávarleðurs úr íslenskum plöntum
Verkefnið var unnið af Sigmundi Páli Freysteinssyni, nema í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Leiðbeinandi var Katrín María Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri fatahönnunarbrautar, Listaháskóla Íslands.

Möguleikar melgresis (Leymus arenarius)
Verkefnið var unnið af Signýju Jónsdóttur og Sveini Steinari Benediktssyni, nemum í hönnun við Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Landgræðsluna, Listaháskóla Íslands og Kjartan Óla Guðmundsson vöruhönnuð og matreiðslumann. Leiðbeinendur verkefnisins voru Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslunnar og Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands.

Notendahugbúnaður Wave
Verkefnið var unnið af þeim Eddu Pétursdóttur, meistaranema í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavik og Freyju Sigurgísladóttur, nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Ólafur Bjarki Bogason, Haraldur Hugosson, Daníel Grétarsson og Jón Helgi Hólmgeirsson, stofnendur Genki Instruments.

Nýjar afurðir þörunga

Verkefnið var unnið af Hildi Margréti Gunnarsdóttur og Snædísi Guðrúnu Guðmundsdóttur, nemum í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið SagaNatura. Leiðbeinendur voru Gissur Örlygsson, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lilja Kjalarsdóttir, Halla Jónsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og Páll Arnar Hauksson hjá SagaNatura.

2019: Þróun á algrími til að finna örvökur í sofandi einstaklingum með því að skoða önnur lífmerki en heilarit og sannprófun á aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagnasafni

Eysteinn Gunnlaugsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Kungliga Tekniska högskolan í Svíþjóð, Hanna Ragnarsdóttir, nemi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, Heiðar Már Þráinsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Róbert Ingi Huldarsson, nemi á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Þróun á algrími til að finna örvökur ísofandi einstaklingum með því að skoða önnur lífmerki en heilarit og sannprófuná aðferð til að greina orsakir kæfisvefns með stóru gagnasafni. Leiðbeinendur þeirra voru Halla Helgadóttir og Jón Skírnir Ágústsson, yfirmenn á rannsóknarsviði Nox Medical.

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Áhættureiknir fyrir bráðar endurinnlagnir sjúklinga á legudeildir geðsviðs Landspítala
Verkefnið var unnið af Brynjólfi Gauta Jónssyni nema á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Þórarni Jónmundssyni, nema við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Ragnar Pétur Ólafsson, dósent á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, Sigrún Helga Lund, tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu og Thor Aspelund, prófessor á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Hlutverk heilahimnumastfrumna í mígreni. Verkefnið var unnið af Valgerði Jakobínu Hjaltalín, nema á verk- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Pétur Henry Petersen, dósent á heilbrigðisivísindasviði Háskóla Íslands.

Hugbúnaður til aðstoðar við röðun skurðaðgerða. Verkefnið var unnið af Andra Páli Alfreðssyni, Gunnari Kolbeinssyni og Helga Hilmarssyni nemum á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Tómas Philip Rúnarsson, prófessor á verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands og Vigdís Hallgrímsdóttir, verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landspítla - háskólasjúkrahúsi.

Nýjar leiðir í innnleiðingarferli stefnumótunar við eflingu máls og læsis á frístundaheimilum. Verkefnið var unnið af Fatou N'dure Baboudóttur og Tinnu Björk Helgadóttur, nemendum á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, í samstarfi við og með stuðningi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður verkefnisins var Margrét S. Björnsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

2018: Lúpína í nýju ljósi, lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð

Elín Sigríður Harðardóttir og Inga Kristín Guðlaugsdóttir, nemendur í grunnnámi vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, hlutu verðlaunin fyrir verkefnið  Lúpína í nýju ljósi, lífrænt hráefni í umhverfisvæna afurð Leiðbeinendur þeirra voru Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri þróunarsviðs Landgræðslu ríkisins, og Thomas Pausz, lektor við Listaháskóla Íslands. 

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Notkun hágæðaloftmynda frá flygildum við vistfræðirannsóknir. Verkefnið var unnið af Benedikt Traustasyni og Hlyni Steinssyni, BS-nemum í líffræði við Háskóla Íslands, í samstarfi við sprotafyrirtækið Svarma ehf. Leiðbeinendur voru Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræðingur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og Victor Madrigal sérfræðingur í fjarkönnun.

Reikningar á brothættu beina hjá sjúklingum sem eru að gangast undir heildar mjaðmaskiptaaðgerð. Verkefnið var unnið af Gunnari Hákoni Karlssyni og Halldóri Ásgeiri Risten Svanssyni, nemum í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Magnús Kjartan Gíslason, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Kyle Edmunds, aðjúnkt við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Halldór Jónsson Jr., prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og bæklunarlæknir við Landspítala háskólasjúkrahús.

Trippi – Tveir ótamdir hönnuðir kanna nýtingarmöguleika íslenskra hrosshúða. Verkefnið var unnið af fatahönnuðinum Kristínu Karlsdóttur og vöruhönnuðinum Valdísi Steinarsdóttur. Þær eru báðar nýútskrifaðar frá Listaháskóla Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins voru Linda Björg Árnadóttir, lektor í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, og Rúna Thors, fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

Þróun nýstárlegra vefjaræktunarkerfa til rannsókna á öndunarfærum og til lyfjarannsókna. Verkefnið var unnið af Gabriel Sölva Windels, BSc nema í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Aðalleiðbeinandi var Jennifer Ann Kricker, PhD og verkefnisstjóri læknadeildar Háskóla Íslands, og þar voru Sævar Ingþórsson frumulíffræðingur ásamt Ara Jóni Arasyni, PhD og verkefnisstjóra við Rannsóknarstofnun í stofnfrumufræðum, meðleiðbeinendur. Verkefnið var unnið á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands þar sem Þórarinn Guðjónsson hafði umsjón með verkefninu.

2017: Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli

Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið  Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

Framköllun fælniviðbragðs með sýndarveruleika. Verkefnið var unnið á Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík af þeim Herði Má Hafsteinssyni, Ara Þórðarsyni og Gunnari Húna Björnssyni, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og Nox Medical. Leiðbeinendur voru Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og Bjarni V. Halldórsson dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og Íslenska erfðagreiningu.

Hulda: Hljóð- og ljósskúlptúr. Verkefnið var unnið af Lilju Maríu Ásmundsdóttur, nema frá Listaháskóla Íslands, undir handleiðslu Berglindar Maríu Tómasdóttur, dósents í flutningi og miðlun samtímatónlistar við Listaháskóla Íslands, og Jóns Marinós Jónssonar fiðlusmiðs.

Kortlagning taugabrauta sameinuð þrívíddarmódelum til stuðnings við undirbúning heilaskurðaðgerða. Verkefnið var unnið af Írisi Dröfn Árnadóttur, meistaranema við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og Landspítala-háskólasjúkrahús, og Ingvar Hákon Ólafsson, heila- og taugalæknir við Landspítala-háskólasjúkrahús.

Ræktun smáþörunga, nýr íslenskur hátækniiðnaður. Verkefnið var unnið af Bergþóri Traustasyni, nemanda í verkfræðilegri eðlisfræði, og Tryggva E. Mathiesen og Unni Elísabetu Stefánsdóttur, sem bæði stunda nám í matvælafræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur verkefnisins komu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, þeir Gissur Örlygsson, verkefnastjóri - örtækni og heilsutækni, og Kristján Leósson framkvæmdastjóri, og frá Keynatura þau Halla Jónsdóttir, yfirmaður rannsókna og þróunar, Sigurbjörn Einarsson líffræðingur og Sjöfn Sigurgísladóttir framkvæmdastjóri.

2016: Þekkirðu fuglinn?

Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir nemar frá Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands hlutu verðlaunin fyrir verkefnið Þekkirðu fuglinn? Rannsókn á fuglafræðiþekkingu barna og þróun og gerð spils sem gerir þeim kleift að læra í gegnum leik.

Þrjú önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Innigarður: Heimaræktunarkerfi fyrir kryddjurtir byggt á vatnsgeli unnu úr brúnþörungum. Verkefnið var unnið af Brynju Þóru Guðnadóttur, nemanda við Listaháskóla Íslands, og Grétari Guðmundssyni, nemanda við Háskóla Íslands, í samstarfi við Matís ohf. Leiðbeinendur voru Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, Svinnu, Valgerður T. Gunnarsdóttir, Listaháskóla Íslands, og Gissur Örlygsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  • Íðorðasafn og myndun nýrra íðorða í lífvísindum. Verkefnið var unnið af Einari Lövdahl Gunnlaugssyni, nemanda við Háskóla Íslands, í samstarfi við Líffræðifélag Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru Ágústa Þorbergsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Erna Magnúsdóttir, Háskóla Íslands.
  • Náttúrutúlkun á grænum svæðum í Reykjavík: Stöðumat og nýjar lausnir fyrir ferðamenn og íbúa. Verkefnið var unnið af Shauna Laurel Jones og Guðbjörgu Runólfsdóttur, nemendum við Háskóla Íslands, í samstarfi við Reykjavíkurborg. Leiðbeinendur voru Snorri Sigurðsson, Reykjavíkurborg, og Katrín Anna Lund, Háskóla Íslands.

2015: Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda

Benedikt Atli Jónsson nemi frá Háskóla Íslands hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda.

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Aukin verðmæti úr vinnslu á karfa (Sebastes) - Rannsók á efnsamsetningu og lífvirkni slíms úr karfaaugum. Verkefnið var unnið af  Friðriki Þór Bjarnasyni, Háskólanum á Akureyri, í samstarfi Háskólans á Akureyri og Matís ohf.
  • Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á Öldrunarheimilum Akureyrar. Verkefnið var unnið af Maríu Guðnadóttur, nemanda við Háskóla Íslands, í samstarfi við Öldrunarheimili Akureyrar.
  • Íslenskir þjóðstígar: stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi. Verkefnið var unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni, nemanda við Háskólann í Lundi, í samstarfi EFLU hf, verkfræðistofu og Ferðamálastofu.
  • Íslenskuþorpið; leið til þátttöku í samskiptum á íslensku. Verkefnið var unnið af Edvardas Paskevicius, nemanda við Háskóla Íslands. 

2014: Hjólaleiðir á Íslandi

Eva Dís Þórðardóttir nemi úr Háskólanum í Reykjavík og Gísli Rafn Guðmundsson nemi við Háskólann í Lundi, Svíþjóð hlutu verðlaunin fyrir verkefnið  Hjólaleiðir á Íslandi.

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Hönnun á rafsegulfastefni. Verkefnið var unnið af Fannari Benedikt Guðmundssyni, nemanda við Háskóla Íslands, í samstarfi við Össur hf.
  • Myndræn framsetning uppskrifta. Verkefnið var unnið af þeim Kai Köhn, Karli Andrési Gíslasyni og Marinó Páli Valdimarssyni, nemendum við Delft University of Technology í samstarfi við Háskóla Íslands.
  • Myndræn málfræði fyrir börn greind  með einhverfu og málhömlun. Verkefnið var unnið af Karenu Kristínu Ralston, nemanda við Háskóla Íslands í samstarfi við Grunnskóla Hjallastefnunnar, Garðabæ.
  • Útsetningar á íslenskum þjóðlögum fyrir einleiksfiðlu og fiðludúó. Verkefnið var unnið af Sigrúnu Harðardóttur, nemanda við University of Denver, Lamont School of Music í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóla Íslands

2013: OM - hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris

Úlfur Hansson nemi við Listaháskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið OM - hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris . Hljóðfærið er nýstárleg 26 strengja rafstrokin harpa sem síðar hlaut nafnið OHM.

Fjögur önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Notkun þrívíddarmódels og staðsetningartækja við undirbúning skurðaðgerða á höfði. Verkefnið var unnið af Sigrúnu Björk Sævarsdóttur nema í heilbrigðisverkfræði við HR í samstarfi við Landspítalann.
  • Prófun á nýjum hröðunarnema til að meta stökkkraft. Verkefnið var unnið af Ásdísi Magnúsdóttur nema í sjúkraþjálfun við HÍ í samstarfi við KÍNE og HR.
  • Reynslusögur kvenna á Akureyri frá seinni heimsstyrjöldinni. Verkefnið var unnið af Önnu Kristínu Gunnarsdóttur nema í almennri bókmenntafræði við HÍ í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
  • Ströndin og skógurinn: útivistarnotkun og sóknarfæri. Verkefnið unnið af Sindra Birgissyni nema í skipulagsfræðum við LBHÍ í samstarfi við Akraneskaupstað og LBHÍ.

Verðlaunagripurinn 2013 var mynd eftir Bjargeyju Ólafsdóttur og að auki fengu öll öndvegisverkefnin teikningu eftir Sunnu Ben og viðurkenningarskjal frá forseta Íslands.

2012: Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum

Vilhjálmur Steingrímsson, nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum.

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Bætt nýtni í íslenskri grænmetisrækt. Verkefnið var unnið af Darra Eyþórssyni HÍ og Einari Margeiri Kristinssyni.
  • Eyðibýli á Íslandi: Rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu sumarið 2011. Unnið af Arnþóri Tryggvasyni LHÍ, Árna Gíslasyni HÍ, Birki Ingibjartssyni LHÍ, Steinunni Eik Egilsdóttur LHÍ og Yngva Karli Sigurjónssyni LHÍ.
  • Greining prentgripa fyrir safneignir, bókarkápur og veggspjöld. Verkefnið var unnið af Örnu Rún Gústafsdóttur, LHÍ.
  • Jarðsegulsviðshermir. Verkefnið var unnið af Andrési Gunnarssyni, HÍ.
  • Þróun aðferða við mat og viðgerðir á landi eftir akstur utan vega. Verkefnið var unnið af Önnu Sigríði Valdimarsdóttur og Helga Guðjónssyni HÍ.

Verðlaunagripurinn var Hnallur.

2011: Pantið áhrifin frá Móður jörð

Verðlaunin hlutu þrír nemendur Listaháskóla Íslands, þau Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir og Katharina Lötzsch, ásamt Robert Petersen frá Háskólanum í Gautaborg fyrir verkefnið Pantið áhrifin frá Móður jörð .

Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • MindGames: Hugþjálfunarleikir, unnið af Jóni Trausta Arasyni og Hamid Pourvatan úr HR og Kötlu Rós Völudóttur og Ragnari Má Nikulássyni úr Listaháskóla Íslands.
  • Vistland: Rannsókn á möguleikum sjálfbærni í íslenskum arkitektúr og húsagerð, unnið af Darra Úlfssyni, Björgvini Óla Friðgeirssyni, Kötlu Maríudóttur, Snorra Þór Tryggvasyni og Baldri Helga Snorrasyni úr Listaháskóla Íslands.
  • Neðansjávarlágtíðnihljóðbylgjuaflgjafi, unnið af Jóni Val Valssyni, tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
  • Umhverfiskostnaður sem hluti af reiknilíkani jarðhitavirkjana, unnið af Kristrúnu Gunnarsdóttur, umhverfis- og verkfræðiskor Háskóla Íslands.
  • Vindhraðamælingar og sambreytni vinds á Íslandi, unnið af Jóni Blöndal, stærðfræðiskor og Teiti Birgissyni, iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands.

2010: Súrefnis- og hjartsláttarnemi

Verðlaunin hlaut Ásgeir Bjarnason fyrir verkefnið Súrefnis- og hjartsláttarnemi. Ásgeir stundar meistaranám í heilbrigðisverkfræði í Finnlandi en var nemandi við Háskólann í Reykjavík þegar hann vann að verkefninu.

Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Arfgeng heilablæðing, unnið af Birni Þór Aðalsteinssyni
  • Fornleifar á eyðidal: skráning og kynning á fornum minjum í Seljadal, unnið af Ástu Hermannsdóttur.
  • Sjálfvirki lestrar- og sýndarkennarinn, unnið af Gunnari Stein Valgarðssyni.
  • Arctic snakk, unnið af Eddu Jónu Gylfadóttur, Guðrúnu Björk Jónsdóttur, Helgu Björgu Jónasardóttur og Guðrúnu Hjörleifsdóttur.

2009: Gönguhermir

Verðlaunin hlutu Andri Yngvason, Bjarki Már Elíasson og Jóna Guðný Arthúrsdóttir fyrir verkefnið Gönguhermir.

Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Stökklar og stökkbreytingar í erfðaefni mannsins, unnið af Martin Inga Sigurðssyni (hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar).
  • Bætibakteríur - Hin hliðin, unnið af Hugrúnu Lísu Heimisdóttur.
  • Hvernig haga einstæðir foreldrar fæðingarorlofi?, unnið af Guðnýju Björk Eydal.
  • Framleiðsla etanóls úr hýdrólýsötum með hitakærum bacterium, unnið af Máneyju Sveinsdóttur.

2008: Rafskautanet fyrir fingurendurhæfi

Verðlaunin hlutu Arna Óskarsdóttir og Tinna Ósk Þórarinsdóttir fyrir verkefnið Rafskautanet fyrir fingurendurhæfi.
Fimm önnur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Gráa gullið, unnið af Sigurlaugu R. Sævarsdóttur.
  • Pattern Finder - Greiningarforrit til munsturgreiningar, unnið af Gunnsteini Hall.
  • ICCE - Icelandic Carbon Credit Exchange, unnið af Bergþóru Arnarsdóttur.
  • Mælingar á þéttleikabreytingum í aftauguðum rýrum vöðvum, unnið af Guðfinnu Halldórsdóttur.
  • Víxlflæði á súrefni milli æða í sjónhimnu manna, unnið af Agli Axfjörð Friðgeirssyni.

2007: Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins

Verðlaunin hlaut Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefnið: Áhrif aldurs á utangenamerki mannsins.

Fjögur verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Geo-Breeze, unnið af Hildigunni Jónsdóttur og Valdimar Olsen.
  • Nýsköpun í sýndarverum, unnið af Hrafni Þorra Þórissyni.
  • Rafmagnsflugan, verkefni unnið af Steinþóri Bragasyni.
  • Þráðlaus mæling stökkkrafts, verkefni unnið af Guðfinnu Halldórsdóttur og Birni Ómarssyni.

2006: Sport Cool - Ný tækni til að lina þjáningar við íþróttameiðsl

Verðlaunin hlutu Jón Steinar Garðarsson Mýrdal og Sigurður Örn Aðalgeirsson fyrir verkefnið: Sport Cool - Ný tækni til að lina þjáningar við íþróttameiðsl.

Þrjú verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • EVE-Mobile - Fjaðurvigtarviðmót á leikinn EVE-online, unnið af Andra Mar Jónssyni og  Ágústi Hlyni Hólmgeirssyni.
  • Unicode tölvuletur fyrir íslensk og færeysk fræði, unnið af Bjarka Má Karlssyni.
  • Silikon sem burðarkerfi fyrir lífvirk efni, unnið af Reyni Scheving.

2005: Öryggismál í mannþröng í miðbæ Reykjavíkur - hermun skyndilegrar rýmingar Miðbæjarins

Verðlaunin hlutu Björn Björnsson og Gunnar Örn Erlingsson fyrir verkefnið: Öryggismál í mannþröng í miðbæ Reykjavíkur - hermun skyndilegrar rýmingar Miðbæjarins.

Þrjú verkefni fengu sérstaka viðukenningu:

  • Nýting afgass háhitasvæða, unnið af Steinari Yan Wang.
  • Íslenskt lestrarpróf fyrir fyrsta til fjórða bekk, unnið af Sigrúnu Sif Jóelsdóttur og Valgerði Ólafsdóttur.
  • Notandi spyr notanda - nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra, unnið af Hörpu Ýr Erlendsdóttur og Valdísi Brá Þorsteinsdóttur.

2004: Meðhöndlun fyrirspurna í tónlistargagnagrunna

Verðlaunin hlutu fjórir nemendur úr tölvunarfræðideild HR fyrir rannsóknir sínar á meðhöndlun fyrirspurna í tónlistargagnagrunna. Nemendurnir eru Freyr Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Jóhann Grétarsson og Ólafur Örvar Guðjónsson.

Þrjú verkefni fengu sérstaka viðurkenningu:

  • Snýkjudýrasýkingar í hreindýrskálfum, unnið af Berglindi Guðmundsdóttur.
  • Möguleikar Íslands á sviði alþjóðlegrar bankastarfsemi, unnið af Skúla Sveinssyni.
  • Völd, tengsl og eðli nefnda, stjórna og ráða hjá hinu opinbera og fyrirtækja skráðum hjá Kauphöll Íslands - þátttaka kvenna, unnið af Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica