Creative Europe 2023 janúarfréttir

9.1.2023

Íslensk þátttaka og mýmörg styrkjatækifæri 2023 í Creative Europe.

Tengill á fréttabréf

Sérstök áhersla verður lögð á inngildingu, stafrænar og grænar lausnir. Áætlað umfang næstu sjö árin er um 2,5 milljarðar evra.

Næstu umsóknarfrestir Creative Europe

Media:

17. jan. – TV and online content
24. jan. – Innovative tools and business models
25. jan. – European slate development
1. mar. – Video games and immersive content development
9. mar. – European festivals
14. mar. – Films on the move
30. mar. – News media literacy
30. mar. – Audience development and film education
20. apr. – Innovation labs
26. apr. – European co-development
27. apr. – European film distribution
27. apr. – News journalism partnerships – pluralism
1. jún. – European mini slate development
20. jún. – European film sales agent

Nánar um Media

Culture:

12. jan. – Music moves Europe
21. feb. – Circulation of literary works
23. feb. – European co-operation projects
30. mar. – News media literacy
20. apr. – Innovation labs
27. apr. – News journalism partnerships – pluralism

Nánar um Culture

Ellefu umsóknir bárust á árinu 2022 í Creative Europe – MEDIA

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn stóðu sig með mikilli prýði á árinu 2022, ellefu umsóknir bárust í fimm sjóði MEDIA hluta Creative Europe á tímabilinu. Alls var sótt um u.þ.b. þrjár milljónir evra. Tvær umsóknir hafa þegar fengið úthlutað 555 þúsund evra samtals. Fleiri niðurstöður birtast í febrúar 2023 og verður spennandi og lærdómsríkt að fylgjast með hvernig íslenskum umsóknum farnast.

Tvær umsóknir bárust þróunarsjóði MEDIA, ein í þróun minni verkefnapakka (Development mini – slate) fyrir þrjú verkefni og hin í samþróunarsjóð (Co – development) fyrir eitt verkefni. Sjö íslenskar umsóknir bárust í sjónvarpssjóð MEDIA frá Íslandi og er þegar búið að veita einni sjónvarpsþáttaröð úthlutun. Ein umsókn barst í sjóð sem styrkir kvikmyndahátíðir og önnur frá íslenskum dreifanda til að sýna evrópskar kvikmyndir á Íslandi.


Kynningar á styrkjamöguleikum í Creative Europe – MEDIA


Rafrænir kynningarfundir á næstunni:
10. jan. – Tölvuleikir og efnisþróun
13. jan. – Fjölmiðlun – samstarfsverkefni
20. jan. – Fjölmiðlalæsi
28. feb. – Evrópsk þróunarverkefni í samstarfi

Nánar


Baskasetur á Djúpavík leiðir 30 milljóna króna samstarfsverkefni

Baskasetur á Djúpavík leiðir þriggja landa samstarfsverkefni sem unnið verður með Frökkum og Spánverjum og eru þátttakendurnir Baskavinafélagið á Íslandi, Háskólasetur Vestfjarða, Haizebegi menningarstofnunin í Bayonne í Frakklandi, Albaola sjóminjasafnið og bátasmiðja í San Sebastian á Spáni.

BASQUE verkefnið, sem hefur hlotið styrk að upphæð 200.000 evrur, miðar að því að kynna sameiginlegan baskneskan menningararf Íslands, Spánar og Frakklands.
Í verkefninu er áhersla lögð á endurlífga og tryggja sýnileika basknesk-íslenskrar menningararfleifðar til lengri tíma með því að setja upp varanlega sýningu í gamalli síldarverksmiðju á Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum, í samstarfi við baskneskar menningarstofnanir á Spáni og í Frakklandi.

Nánar


Reykjavíkurborg tekur þátt í verkefninu The European Music Business Task Force

Reykjavíkurborg hefur hlotið styrk, að upphæð 21.742 evrur, til þátttöku í verkefninu "The European Music Business Task Force" sem miðar að því að þjálfa net 12 ungra evrópskra tónlistarfagmanna.

Markmiðið er að öðlast þekkingu á viðskiptahraðli til að leita nýrra og framsækinna leiða að komast inn á tónlistarmarkaðinn í Evrópu. Hröð tækniþróun hefur leitt til mikilla breytinga tónlistarsköpunar og framsetningu tónlistar, þar sem streymi og rafræn útbreiðsla hefur brotið múra fyrir tónlistariðnaðinn. Streymisveitur hafa opnað gáttir fyrir tónlistarunnendur um allan heim. Evrópskur markaður þarf að vera viðbúinn þessum nýju tækifærum.

Nánar

Creative Europe samstarfsverkefni

Næsti umóknarfrestur: 23. febrúar 2023

Creative Europe samstarfsverkefni byggja á samvinnu evrópskra aðila frá minnst þremur löndum sem takast á við aðkallandi verkefni eða úrlausnir á sviði lista og menningar þvert á landamæri. Umhverfis- og jafnréttismál skulu vera samfléttuð verkefnum.

Þrjár verkefnastærðir
Smærri verkefni, 80% framlag. Minnst þriggja landa samstarf, hægt að sækja um allt að 200.000 evrur.
Miðlungs verkefni, 70% framlag. Minnst fimm landa samstarf, hægt er að sækja um allt að 1.000.000 evrur.
Stór verkefni 60% framlag. Minnst tíu landa samstarf, hægt er að sækja um allt að 2.000.000 evrur.

Nánar


Ferðastyrkir til einstaklinga á sviði lista og menningar

Skemmtileg nýjung fyrir einstaklinga og hópa


Eftirfarandi menningar- og listasvið eru styrkt:

  • Arkitektúr
  • Menningararfur
  • Hönnun
  • Myndlist
  • Bókmenntaþýðingar
  • Tónlist
  • Sviðslistir

Markmið ferða: að kynna sér evrópskan menningararf til frekari sköpunar. Sköpun með evrópskum samstarfsaðilum í listum og menningu. Óformlegt nám. Koma á tengslum við evrópska samstarfsaðila.

Nánar


Creative Europe bókmenntaþýðingar

Næsti umsóknarfrestur: 21. febrúar 2023.

Creative Europe styrkir þýðingar, útgáfu og dreifingu á evrópskum bókmenntum.

Þema og forgangsatriði: Styrkja evrópska dreifingu á evrópskum bókmenntum.
Hvatning til að þýða og kynna bókmenntir frá minni málsvæðum til stærri markaða í Evrópu, aukin samkeppnishæfni evrópskra bókmennta, og hvatt er til samvinnu bókaútgefenda. Koma á framfæri evrópskum og úkraínskum bókmenntum á úkraínsku fyrir stríðsflóttafólk. Sanngjörn starfskjör rithöfunda og þýðenda og að þýðendur komi fram á bókakápu. ESB mun hafa í huga sérstaka stöðu í Evrópu vegna stríðsátaka. Miðað er við a.m.k. fimm skáldverk til þýðinga í umsókn. Verkefnin styðji grænar áherslur og jafnrétti.

Skilyrði: Miðað er við að einn lögaðili sæki um eða í samvinnu við aðra.
Virkir útgefendur og verkefnsstjóri hafi verið lögaðili til minnst tveggja ára þegar umsókn er send inn. Verkefnið feli í sér minnst fimm bókmennaverk sem séu þýdd frá einu evrópsku tungumáli á annað.

Nánar


Fjölmiðlasamstarfsverkefni

Næsti umsóknarfrestur: 27. apríl 2023

Creative Europe styrkir aukið samstarf fjölmiðla sem leiðir til:

  • Nýjunga í viðskiptaháttum, framleiðslu og dreifingu
  • Aukins áhuga á fjölmiðlun á meðal almennings
  • Gæðaviðmiða fréttaflutnings
  • Aukins samstarfs fjölmiðla
  • Samstarfsnet fjölmiðla, til að efla og kynna gæðastarf á meðal fjölmiðlafólks
  • Þekkingarsetur fyrir sviðið t.d. fyrir rafrænt form og/eða sérhæfð fjölmiðlaviðfangsefni
  • Nám og þjálfun til að efla kunnáttu og þekkingu fjölmiðlafólks

Nánar

Fjölmiðlalæsi – Media Literacy

Næsti umsóknarfrestur: 30. mars 2023

  • Evrópsk samstarfsnet þar sem komið er á framfæri bestu aðferðum í fjölmiðlun yfir landamæri tungumála og menningar. Þróun á sameiginlegum aðferðum til að efla fjölmiðlalæsi almennings.
  • Vettvangur til að skiptast á bestu aðferðum til að nálgast mismunandi aldurshópa, hópa með takmarkaða getu til að nálgast fjölmiðla eða hópa með takmarkaða lestrarfærni og sem eru því félagslega einangraðir
  • Styrkir til að efla fjölmiðlalæsi og aðlögun að hraðri þróun mismunandi tegunda fjölmiðlunar og hvernig fjölmiðlar ná til neytenda
Nánar

Fjölmörg tækifæri fyrir skapandi greinar í Horizon Europe.

Evrópusambandið lítur á menningargeirann og skapandi greinar sem mjög þýðingamikinn hluta af velferð, velmegun og hagvexti Evrópu. Fjölmörg viðfangsefni innan Horizon Europe, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, tilgreina sérstaklega þátttöku þessara greina í samstarfsverkefnum tengdum rannsóknum og nýsköpun í menningu. Að auki er víða óskað eftir þátttöku skapandi greina í samstarfsverkefnum tengdum t.a.m loftlagsvánni, lýðræðisvitund, menntun og stafrænni vegferð Evrópu. Skapandi greinar geta þannig aukið gildi rannsókna- og nýsköpunarverkefna með því að opna á nýja nálgun í miðlun og upplýsingum og styðja við betri þátttöku samfélagsins í að leysa samfélagslegar áskoranir. Þátttakendur geta t.d. verið lista- og menningarstofnanir, fyrirtæki í skapandi greinum, frjáls félagasamtök og fleiri.

Rafrænn upplýsingafundur Rannís um Horizon Europe, Cluster 2: Culture, Creativitiy and Inclusive Society, verður haldinn 9. janúar 2023. Aðgangur er opinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Smelltu hér til að skrá þig á rafrænan upplýsingafund

Nánar


Innovation Labs

Næsti umsóknarfrestur: 20. apríl 2023

Innovation Labs styrkir þróun á einstökum lausnum fyrir skapandi greinar, aukna samkeppnishæfni, sjálfbærni, samstarf, aukinn sýnileiki og meiri fjölbreytni geirans.

Nánar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica