Fyrir hverja?
Sveitarfélög, hagaðila vinnumarkaðarins, stofnanir, fyrirtæki, frjáls félagasamtök, háskóla og ýmsa opinbera aðila.
Til hvers?
Employment and Social Innovation (EaSI) styrkir fjölbreytt verkefni á sviði vinnumarkaðsmála og félagslegrar nýsköpunar.
Áætlunin fjármagnar stefnumótandi verkefni á fjórum lykilsviðum:
Sjóðurinn hefur 762 milljónir evra til ráðstöfunar til ársins 2027.
Umsóknarfrestir
Mismunandi er eftir áhersluatriðum áætlunarinnar hvenær árs opnað er fyrir nýjar umsóknir. Árið 2024 er opið fyrir umsóknir á eftirfarandi sviðum:
Einnig er hægt að sækja um rekstrarstyrk til að reka einstök verkefni en engin slíkur umsóknarfrestur er opinn núna.
EaSI er undiráætlun Félagsmálasjóðs ESB. (European Social Fund Plus ESF+) og styður við ýmis verkefni í vinnumarkaðsmálum og samfélagslegri nýsköpun. Tilgangurinn er að yfirfæra þekkingu á milli landa og stuðla að nýstárlegum lausnum. Einnig er hægt að sækja um örfjármagn til að koma á félagslegum fjárfestingarmarkaði.
EaSI fjármagnar einnig ýmis tölfræðileg verkefni, s.s. kannanir, rannsóknir, söfnun tölfræðilegra gagna, nýjungar í aðferðafræði, o.fl. til að bæta stefnumótun á sviði atvinnu- og félagslegra réttinda í löndum evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er stutt við uppbyggingu á færni.
Til að takast á við ýmsar áskoranir á vinnumarkaði og þróa samþættan vinnumarkað innan Evrópu, fjármagnar EaSI samstarfsverkefni þvert á landamæri auk verkefna sem miða að hreyfanleika vinnuafls og ná til alls EES svæðisins með það fyrir augum að ráða í laus störf þar sem ójafnvægi hefur verið greint á vinnumarkaði.
Hvað hefur áunnist frá árinu 2004?
Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki (sérstaklega lítil og meðalstór), háskólar, samtök og ýmsir aðrir lögaðilar.
Til þess að umsókn teljist styrkhæf verður hún að uppfylla þau skilyrði sem gerð eru í umsóknarferlinu og tengsl við markmið sjóðsins að vera augljós.
Rannís er landstengiliður (NCP) fyrir áætlunina í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hlutverk Rannís er meðal annars að veita umsækjendum almennar upplýsingar um EaSI og aðstoða við ýmislegt sem lýtur að undirbúningi umsókna í áætlunina.