Úthlutun styrkja til atvinnuleikhópa
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að tillögu leiklistarráðs úthlutað styrkjum til atvinnuleikhópa árið 2015. Alls bárust 86 umsóknir frá 80 aðilum, þar af bárust tvær umsóknir um samstarfssamning.
Úthlutað var 75. 5 milljónum króna til 13 verkefna og eins samstarfssamnings við Gaflaraleikhúsið til tveggja ára með 10 milljón króna framlagi hvort ár.
Leikhópurinn sem stendur að Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði áætlar að vinna að fjórum verkefnum fyrir börn og unglinga auk fullorðna. Þessi verkefni eru: Einar Ben, söguleikhús, Biblían á 60 mínútum, Bakarofninn, þar sem matargerð er lyst og Þankagangur. Hafnarfjarðarbær hefur staðfest mótframlag til þessara verkefna.
Nafn hóps | Forsvarsmaður | Verkefni | Styrkir |
Dans: | |||
Melkorka S. Magnúsdóttir | Melkorka S. Magnúsdóttir | Milkywhale | 3.734.000 |
Menningarfél. Tær | Katrín Gunnarsdóttir | Kvika | 6.763.000 |
Rósa & Inga | Rósa Ómarsdóttir | Carrie's Cry | 4.744.000 |
Börn: | |||
Ásrún Magnúsdóttir & samstarfsfólk | Ásrún Magnúsdóttir | Made in Children | 7.115.000 |
Barnamennfélag Skýjaborg
(bíbí & blaka) |
Sólrún Sumarliðadóttir | Stormur og skýin | 1.310.000 |
Brúðuheimar | Hildur M. Jónsdóttir | Íslenski fíllinn | 5.650.000 |
Önnur sviðsverk: | |||
Áhugaleikhús atvinnumanna | Steinunn Knútsdóttir | Ódauðleg verk 1 - 5 | 900.000 |
Kvenfélagið Garpur | Sólveig Guðmundsdóttir | Sóley Rós ræstitæknir | 4.367.000 |
Leikhópurinn Díó | Aðalbjörg Þ. Árnadóttir | Natalía og Natalía | 3.406.000 |
LGF slf. | Heiðar Sumarliðason | Amöbur átu úr mér augun | 5.995.000 |
OST | Olga S. Thorarensen | Tabu | 6.550.000 |
Óskabörn ógæfunnar | Vignir Rafn Valþórsson | Illska | 7.454.000 |
Sokkabandið, áhugamannafélag | Arndís Hrönn Egilsdóttir | Old Bessastaðir | 7.512.000 |
Samstarfssamningur til 2 ára | |||
Gaflaraleikhusið | Lárus Vilhjálmsson |
4 verkefni: Einar Ben, söguleikhús Bíblían á 60 mínútum Bakaraofninn, þar sem matargerð er lyst Þankagangur |
10.000.000 |
Samtals styrkir | 75.500.000 |
Birt með fyrirvara um villur