Vinningshafar evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015
Tilkynnt hefur verið um vinningshafa evrópsku bókmenntaverðlaunanna 2015, en öll þátttökulönd í Creative Europe menningaráætlun ESB geta tekið þátt.
Vinningshafar evrópsku bókmenntaverðlaunana 2015 eru: Carolina Schutti (Austurríki); Luka Bekavac (Króatíu); Gaëlle Josse (Frakkland); Edina Szvoren (Ungverjalandi); Donal Ryan (Írlandi); Lorenzo Amurri (Ítalíu); Undinė Radzevičiūtė (Litháen); Ida Hegazi Høyer (Noregi); Magdalena Parys (Póllandi); David Machado (Portúgal); Svetlana Žuchová (Slóvakíu) og Sara Stridsberg (Svíþjóð).
Um evrópsku bókmenntaverðlaunin / The European Union Prize for Literature (EUPL)
Öll þátttökulönd í Creative Europe menningaráætlun ESB geta tekið þátt. Árlega tilnefna dómnefndir frá þriðjungi landanna (12 í ár) vinningshafana. Þeir fá 5000 evrur í vinningsfé og að auki fá þeir alþjóðlega umfjöllun og auglýsingu á sínum verkum. Forlög eru hvött til að sækja um Creative Europe þýðingarstyrk til að kynna verkin fyrir nýjum lesendum.
Frá 2009 upphafsári verðlaunana hafa 56 vinningsbækur verið þýddar á 20 mismunandi evrópsk tungumál. Þýðingarnar eru orðnar 203 þe. hver bók hefur verið þýdd á 3-4 tungumál. Einnig fá bækurnar umfjöllun á helstu bókamessum í Evrópu eins og t.d. Frankfurt, London og París.
Sjá nánar http://www.euprizeliterature.eu/