Einstaklega góður árangur á fyrsta ári nýrrar Creative Europe/MEDIA áætlunarinnar

6.3.2015

Úthlutað hefur verið um 77 milljónum króna til 21 verkefnis úr kvikmyndahluta menningaráætlunar ESB.

MEDIA / Kvikmyndir og margmiðlun, undiráætlun Creative Europe, styður evrópska kvikmyndagerð og margmiðlun með styrkjum til þróunar, dreifingar og kynningar á kvikmyndum og tölvuleikjum. Áætlunin styður verkefni með evrópska og alþjóðlega skírskotun og notkun á nýrri tækni. 

Íslenskum fyrirtækjum hefur gengið einstaklega vel í styrkúthlutunum á árinu 2014. Alls bárust 42 umsóknir í Creative Europe MEDIA og það er fagnaðarefni að 21 þeirra fékk styrkúthlutun samtals um 77 milljónir en það gerir 50% árangurshlutfall.

Úthlutun 2014

Styrkir skiptust á eftirfarandi hátt*:


Styrkir til framleiðenda til undirbúnings verkefna til íslenskra fyrirtækja

 

 Styrkþegi  Styrkupphæð Verkefni 
 True North ehf 50.000 € / 7.714.000 kr.  Leikin bíómynd: „HABEAS CORPUS“
 Compass ehf. 25.000 € / 3.857.000 kr.  Heimildamynd: „Yarn, the Movie“
 K.Ó. framleiðsla ehf. 25.000 € / 3.857.000 kr.  Heimildarmynd: „360 Degrees of Being Human“
 Vintage Pictures ehf.  50.000 € / 7.714.000 kr. Leikin bíómynd: „Svanurinn“
 Saga film ehf.  50.000 € / 7.714.000 kr.  Leikin mynd: „Ráðherrann“
Kvikmyndafélag Íslands ehf.  50.000 € / 7.714.000 kr.  Leikin mynd: „Ambassador“

Samtals: 250.000 € / 28.570.000 kr.

Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni

Styrkþegi   Styrkupphæð Verkefni 
 Ljósop ehf. 63.550 € / 9.804.494 kr. Heimildarmynd: „New Hands“ 
 K.Ó. framleiðsla ehf. 60.000 € / 9.256.800 kr.  Heimildarmynd: „360 Degrees of Being Human“

Samtals: 123.550 € / 19.061.294 kr.

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum 

Styrkþegi   Styrkupphæð  Verkefni
 Sena ehf.   3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin  „Deux jours une nuit“
Bíó Paradís  5.300 € / 817.684 kr. Kvikmyndin „Antboy“
Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Violetta“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Amour Fou“ 
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „20000 Days on Earth“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Clouds of Sils Maria“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Feher Isten“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Force Majeur (aka Tourist)“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Il Capitole Umano“
 Bíó Paradís  3.000 € / 462.840 kr. Kvikmyndin „Jimmy´s Hall“

Samtals: 32.300 € / 4.983.244 kr.

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (sjálfvirka kerfið)     

 

Styrkþegi  Styrkupphæð  Verkefni 
 Myndform  15.050 €  / 2.323.457 kr.  Dreifing á evrópskum kvikmyndum

Styrkir til kvikmyndahátíða


 Styrkþegi  Styrkupphæð Verkefni 
 Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Rvk.  63.000 € / 9.719.640 kr.  RIFF 2014

Europa Cinemas - styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum

Styrkþegi   Styrkupphæð Verkefni 
 Bíó Paradís  13.340 € / 2.058.095 kr.  Drefing á evrópskum kvikmyndum

Þá var íslenska fyrirtækið Töfralampinn ehf. einn af skipuleggjendum á verkefninu „Fred at School“ sem er til að efla kvikmyndalæsi barna og fékk styrk uppá 200.000.- evrur.

Meðalgengi jan.- ág. 2014 – 1 evra = 154,28 ísk.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica