Tvö verkefni með íslenskri þátttöku hljóta styrk úr Creative Europe
Úthlutað hefur verið rúmlega 60 milljónum króna til tveggja verkefna með íslenskri þátttöku úr menningarhluta Creative Europe, menningaráætlun ESB.
Menningaráætlun ESB 2014-2020 styrkir evrópskt mennta- og listasvið til að starfa landa á milli og á alþjóðlega vísu. Áætlunin, sem ætlað að breiða út listir og menningu í Evrópu, skiptist í MEDIA sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Menningu sem styrkir menningu og listir
Nýlega var úthlutað í fyrsta sinn úr áætluninni og hlutu tvö samstarfsverkefni með íslenskri þátttöku styrk.
Tónlistarhátíð unga fólksins og Kammerkór Suðurlands eru þátttakendur í verkefninu – Moving Classics Networks for New Music – í samvinnu við stjórnanda verkefnis Curated Place, UK og Pinquins ans, NO. Heildarstyrkur til verkefnis er 199.000€.
Lókal leiklistarhátíð er þátttakandi í verkefninu The New Open Working Process for the Performing Arts í samvinnu við Exrapole í Frakklandi, aðrir þátttakendur koma frá IT, FR, ES, HU, BE. Heildarstyrkur til verkefnis er 200.000€. Vefsíða Lókal.