Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna.
Umsóknir atvinnufólks í tónlist hafa forgang.
Þeir sem sækja um fyrir hefðbundna úthlutun Tónlistarsjóðs (umsóknarfrestur 4. maí 2020) geta einnig sótt um viðspyrnuúthlutun.
Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Fé skal varið til átaksverkefna með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna fyrir almenning. Framlag til tónlistarsjóðs er 86 milljónir króna.
Erfitt er að tímasetja úthlutun en stefnt er að fyrri hluta júní nk.
8. maí 2020.
Reglur um úthlutun þessara styrkja verða rýmri en alla jafna með úthlutanir úr Tónlistarsjóði. Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna. Einnig er unnt að sækja um styrki til tónsmíðaverkefna og til hljóðritana á tónlist. Við úthlutun verður lögð áhersla á fjölbreytni verkefna innan tónlistargeirans.
Veittir verða styrkir í þremur flokkum, að upphæð 400.000, 600.000, og 1.000.000 (fyrir tónlistarhópa og stærri verkefni).
Sjá nánari leiðbeiningar vegna umsókna hér .
Athygli er jafnframt vakin á að fjármála- og efnahagsráðuneyti mun taka saman skýrslu um hvernig tekist hafi til með fjárfestingarátakið og hvort settum markmiðum um að stuðla að því að flýta mannaflsfrekum og arðbærum verkefnum hafi verið náð. Ábyrgðaraðilar einstakra verkefna gera grein fyrir eftirfarandi forsendum sem voru lagðar til grundvallar átakinu:
Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu Tónlistarsjóðs fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.