Leiðbeiningar vegna umsókna
-
Sérstök úthlutun úr Tónlistarsjóði byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins.
Reglur um úthlutun þessara styrkja verða rýmri en alla jafna með úthlutanir úr Tónlistarsjóði. Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna. Einnig er unnt að sækja um styrki til tónsmíðaverkefna og til hljóðritana á tónlist. Við úthlutun verður lögð áhersla á fjölbreytni verkefna innan tónlistargeirans.
Þeir sem sækja um fyrir hefðbundna úthlutun Tónlistarsjóðs (umsóknarfrestur 4. maí 2020) geta einnig sótt um viðspyrnuúthlutun.
Umsóknir atvinnufólks í tónlist hafa forgang.
Umsóknarfrestir og umsóknarkerfi Rannís
Umsóknarfrestur er 8. maí 2020 og er sótt um í gegnum umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).
Almennt um umsóknina
- Í umsóknareyðublaðinu skal gefa greinargóða lýsingu á aðstandendum verksins, verkinu sjálfu og kostnaðaráætlun fyrir verkið (sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan). Ef um einstakling er að ræða þá fylgi upplýsingar um starfsferil, faglegan og listrænan bakgrunn hans.
- Í verkáætlun skal gera grein fyrir til dæmis æfingum, tónleikahaldi, tilhögun tónleikaferðar, og tónleikastöðum (ef um ræðir). Í tímaáætlun á að setja upp tímaás hvenær verkhlutar verða framkvæmdir.
- Umsókn skal fyllt út og skilað í umsóknarkerfi Rannís (sjá leiðbeiningar).
- Umsóknir og fylgigögn sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn eru ógildar og ekki teknar til umfjöllunar í sjóðnum.
Hvað er styrkt?
- Tónlistarsjóður styrkir ýmis verkefni á sviði tónlistar, bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni.
- Mikilvægt er að vandað sé til umsókna og að þeim fylgi skýr og ítarleg lýsing verkefnis og ferilsskrár þátttakenda. Sé sótt um styrk til tónlistarhátíðar eða tónleikaraðar þurfa að liggja fyrir drög að heildardagskrá og efnisskrám einstakra tónleika, með nöfnum þátttakenda.
- Reglur um úthlutun þessara styrkja verða
rýmri en alla jafna með úthlutanir úr Tónlistarsjóði. Allir sjálfstætt
starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt
um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna. Einnig er unnt að sækja
um styrki til tónsmíðaverkefna og til hljóðritana á tónlist. Við
úthlutun verður lögð áhersla á fjölbreytni verkefna innan
tónlistargeirans.
- Þeir sem sækja um fyrir hefðbundna úthlutun Tónlistarsjóðs (umsóknarfrestur 4. maí 2020) geta einnig sótt um viðspyrnuúthlutun.
- Umsóknir atvinnufólks í tónlist hafa forgang.
- Sérstök úthlutun úr Tónlistarsjóði byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins. Gerðar eru eftirfarandi kröfur til verkefna sem hljóta styrki úr þessu fjárfestingarátaki:
- Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.
- Um sé að ræða átaksverkefni sem styðji við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna.
- Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.
- Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.
- Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmd verkefnis.
- Ítarlegar upplýsingar liggi fyrir um verkefnið, auk tímaáætlunar þess.