Rafrænn upplýsingafundur um Clean Energy Transition (CET) samfjármögnunina
Nordic Energy Research stendur fyrir fundinum og er nauðsynlegt að skrá sig. Að skráningu loknu fá þátttakendur sendan hlekk til að tengjast fundi.
Frekari upplýsingar og skráning á fund
Markmið upplýsingafundarins:
- veita upplýsingar um 2024 kallið
- efla þátttöku Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Clean Energy Transition verkefnum
- hvetja til samstarfs í kringum mótun framtíðar orkuverkefna
- kynna stöðu orkuskipta á norðurlöndum almennt
CET fjármögnunin (CETPartnership) gerir lands- og svæðisbundnum fjármögnunarstofnunum kleift að sameina fjármögnun á árlegum sameiginlegum styrkjum til orkuverkefna. Á upplýsingafundinum verður farið yfir umsóknarferlið, hæfniskilyrði og kröfur hvers og eins fjármögnunaraðila. Í lokin verður opnað fyrir spurningar.
Dagskrá
-
Samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Clean Energy transition verkefnum
-
CET samfjármögnunarverkefnið
– 2024 kallið
– Upplýsingar um áherslur, hæfniskilyrði og umsóknarferlið
-
Fundarherbergi – kröfur einstakra fjármagnsstofnana
– Ísland / The Icelandic Centre for Research (Rannis)
– Danmörk / Innovation Fund Denmark & EUDP
– Noregur / Research Council Norway
– Svíþjóð / Swedish Energy Agency
– Litháen / Research Council of Lithuania
– Lettland / Latvian Council of Science