Á næstunni mun framkvæmdastjórn ESB birta vinnuáætlanir ársins 2025 og í apríl til júní 2025 verða haldnir upplýsingadagar um vinnuáætlanirnar og tengslaráðstefnur (e. brokerage event) vegna þeirra.
Lesa meiraÍ tilefni Evrópuárs um stafræna borgaravitund stendur Rannís fyrir ráðstefnu á Evrópudeginum 9. maí kl. 13:30 sem ber yfirskriftina Evrópusamstarf í stafrænum heimi - Fræðsla til framtíðar. Þar verður sjónum beint að því hvernig formlegt og óformlegt nám getur hjálpað fólki að taka virkan þátt í stafrænu samfélagi.
Lesa meiraUppskeruhátíðin fer fram þann 29. apríl 2025 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík.
Rannís, Tækniþróunarsjóður og Enterprise Europe Network taka þátt í Nýsköpunarvikunni og bjóða til hádegisviðburðar með yfirskriftinni: Innovate and Elevate! - Funding, Founders and Fun.
Lesa meiraCulture Moves Europe tengir saman fólk sem starfar að listum og menningu í Evrópu og þann 3. apríl var haldið upp á þriggja ára afmæli Culture Moves.
Lesa meiraIdeas Factory í Búlgaríu og Gullkistan, miðstöð sköpunar á Laugarvatni hafa tekið höndum saman í verkefninu: Thermo-culture: Practices in protecting the thermal culture as a matter of cultural heritage sem er stutt Uppbyggingarsjóði EES.
Lesa meiraNordplus stendur fyrir rafrænni ráðstefnu þriðjudaginn 27. maí 2025 þar sem fjallað verður um hlutverk menntunar í að stuðla að samfélagslegri sjálfbærni.
Lesa meiraUm 60 náms- og starfsráðgjafar tóku þátt í vinnustofu Euroguidance á Íslandi með hinum virtu sérfræðingum Dr. Norm Amundson og Andreu Fruhling. Vinnustofan, sem var haldin í samstarfi við FNS, HÍ, Rannís, MMS og EPALE, beindist að skapandi ráðgjöf og undirstrikaði mikilvægi alþjóðavæðingar í faginu.
Lesa meiraHefur þú áhuga á að skoða heimsálfuna og víkka sjóndeildarhringinn? Þú getur orðið eitt af 50 íslenskum ungmennum sem vinna ferðalag um Evrópu með því að skrá sig til leiks í DiscoverEU.
Lesa meiraSkólar í Reykjavík, Kópavogi og Vogum fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í alþjóðlegu skólasamstarfi, stafrænum hæfniþáttum og þátttöku nemenda.
Lesa meiraÍ mars 2025 er það litríkt og áhrifaríkt verkefni Stapaskóla sem hlýtur nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið, sem bar heitið Ink of Unity – Celebrating our true colors, var samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.
Lesa meiraLandskrifstofur Erasmus+ og eTwinning tóku þátt í Menntabúðum um stafræna tækni og sköpun þar sem þær kynntu tækifæri til alþjóðlegs samstarfs og þróunar í skólastarfi með áherslu á upplýsingatækni, sköpun og alþjóðavæðingu.
Lesa meiraErasmus+ áætlunin styður metnaðarfull samstarfsverkefni í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum til að styðja meðal annars við nýsköpun í kennslufræðum og notkun upplýsingatækni. Sumir verkefnaflokkar eru í umsjón framkvæmdaskrifstofu í Brussel og ríkir oft mikil samkeppni um styrki sem sótt er um þangað.
Lesa meira