Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Sumarlokun Rannís 2024

Skrifstofa Rannís verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Gleðilegt sumar!

...



Fréttir

21.6.2024 : Níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Vakin er athygli á því að níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin á Akureyri, 14. - 16. október 2024. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

Lesa meira

14.6.2024 : Evrópskt æskulýðs- og menntasamstarf

Viltu stuðla að þátttöku ungs fólks í alþjóðlegu samstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að verða hluti af æskulýðsteymi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps. Starfið felur í sér að kynna þau tækifæri sem bjóðast í evrópsku samstarfi fyrir þeim sem starfa með ungu fólki í sjálfboðastörfum og samfélagsverkefnum og hafa umsjón með umsóknum og verkefnum sem styrkt eru af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.  Umsóknarfrestur er liðinn og umsóknaferli í gangi.

13.6.2024 : Þátttaka Íslands í Erasmus+ og European Solidarity Corps áhrifarík fyrir íslenskt samfélag

Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.

Lesa meira

6.6.2024 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2024

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024. 

Lesa meira

5.6.2024 : Fulltrúar pólska menningarráðuneytisins í heimsókn

Starfsfólk Rannís hjá Uppbyggingarsjóði EES tók á móti þremur fulltrúum pólska menningarráðuneytisins þann 4. júní síðastliðinn.

Lesa meira

5.6.2024 : Rafrænn upplýsingafundur um nýtt kall í Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA) Doctoral Networks

Upplýsingafundurinn er á vegum framkvæmdastjórnar ESB og verður haldinn þann 7. júní 2024. 

Lesa meira

31.5.2024 : Úthlutun úr Sprotasjóði 2024

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024.

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni

Viðburðadagatal



Þetta vefsvæði byggir á Eplica