Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni

Rannís, Hugverkastofan, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóðurinn Kría bjóða til Nýsköpunarþings 2025 í Grósku 30. október kl. 14:00-15:30.

...



Fréttir

14.10.2025 : Auglýst eftir umsóknum í tvíhliða norðurslóðaáætlun Íslands og Noregs

Áætlunin Arctic Research and Studies 2023-2026 veitir sóknarstyrki til að styrkja samstarf á milli Íslands og Noregs á sviði norðurslóðafræða. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2025, kl. 15:00 UTC.

Lesa meira

14.10.2025 : Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla auglýsir forgangsatriði sjóðsins við 2026 úthlutun

Umsóknarfrestur sjóðsins verður 2. febrúar 2026 kl 15:00. Opnað veður fyrir umsóknir í lok nóvember 2025.

Lesa meira
Skattfradrattur-mynd-med-grein-2-

10.10.2025 : Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki: afgreiðsla umsókna sem bárust 2024

Rannís hefur nú lokið að mestu afgreiðslu umsókna vegna þessa úrræðis sem bárust stofnuninni 2024. Annars vegar var um að ræða umsóknir um framhaldsverkefni þar sem umsóknarfrestur var 1. apríl og hins vegar um ný verkefni þar sem umsóknarfrestur var 1. október 2024.

Lesa meira

7.10.2025 : Fögnum Erasmus+ dögunum 13.-18. október með stæl!

Erasmus dagar 2025 fara fram dagana 13. - 18. október. Um er að ræða sex daga tímabil þar sem athygli er vakin á Erasmus+ áætluninni og tækifærum hennar með samstilltu átaki. Landskrifstofan hvetur styrkhafa til að nota tækifærið og deila framlagi sínu og reynslu. 

Lesa meira

1.10.2025 : 17 ný Erasmus+ samstarfsverkefni styrkt um nær 500 milljónir króna

Í sumar veitti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi 17 styrki til nýrra samstarfsverkefna á sviði menntunar og æskulýðsmála. Stjórnendur þessara verkefna og starfsfólk Landskrifstofu áttu góðan upphafsfund á Reykjavík Natura þann 25. september, fögnuðu góðum árangri og fóru yfir helstu atriði varðandi framkvæmd verkefna og þátttöku í Erasmus+. 

Lesa meira

1.10.2025 : Vinnustaðanámssjóður auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna vinnustaðanáms nema á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Umsóknarfrestur til 17. nóvember kl. 15:00.

Lesa meira

30.9.2025 : Tækifæri til vaxtar - námskeið á Akureyri

Ráðgjafar Rannís í samstarfi við Drift EA standa fyrir námskeiði og fyrirtækja- og einstaklingsráðgjöf 22.-23. október næstkomandi.

Lesa meira

30.9.2025 : Culture Moves Europe – ferðastyrkir til einstaklinga

Opið er fyrir umsóknir um ferðastyrki fyrir listamenn og starfsfólk í menningargeira. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl 2026.

Lesa meira
Malthing-Eru-evropskir-haskolar-i-fararbroddi-2

30.9.2025 : Eru evrópskir háskólar í fararbroddi? - ávinningur af þátttöku íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum

Málþing, 14. október kl. 13.00 í Norræna húsinu, um ávinning og áskoranir háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. 

Lesa meira
Nyskopunarthing-2025-mynd-med-frett-NYTT-1-

30.9.2025 : Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni

Rannís, Hugverkastofan, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóðurinn Kría bjóða til Nýsköpunarþings 2025 í Grósku 30. október kl. 14:00-15:30. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025 verða veitt á þinginu.

Lesa meira

29.9.2025 : Tilkynning til Erasmus+/ESC styrkþega vegna Play

Tilkynnt hefur verið um að flugfélagið Play leggi niður starfsemi sína. Vafalaust hefur sú þróun áhrif á áform einhverra af þeim fjölmörgu þátttakendum í Erasmus+ sem eru á leið í ferðalag eða eru stödd erlendis. Landskrifstofa hefur tekið saman upplýsingar sem vonandi koma styrkþegum að notum í þessari stöðu. 

Lesa meira

27.9.2025 : Vísindaskóli unga fólksins hjá Háskólanum á Akureyri hlýtur viðurkenningu fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun var afhent við opnun Vísindavöku þann 27. september og tóku þær Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, og Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins, við viðurkenningunni.

Lesa meira

27.9.2025 : Vísindavaka í dag, til hamingju með daginn!

Á Vísindavöku fögnum við vísindum og þökkum vísindafólki fyrir ómetanlegt starf. Áhugi og þátttaka almennings gera daginn einstakan og minna á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið allt.

Lesa meira

Fréttasafn




Þetta vefsvæði byggir á Eplica