Evrópusambandið hefur tilkynnt um umsóknarfresti Erasmus+ sem verða í boði árið 2025. Alls munu fimm milljarðar evra renna til ferða og samstarfs í menntamálum, æskulýðsmálum og íþróttum á árinu, þar af hátt í 16 milljónir evra sem renna til Íslands með beinum hætti.
Lesa meiraYfirskrift kallsins er lyfjaerfðafræðileg nálgun á sniðlækningar (Pharmacogenomic Strategies for Personalised Medicine, EP PerMed JTC2025) og er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir umsóknir um miðjan desember 2024.
Lesa meiraRannís stendur fyrir fundi fyrir nýliða í húsnæði sínu Borgartúni 30 þann 26. nóvember næstkomandi.
Lesa meiraRannís leitar að kennurum í leik-, grunn- eða framhaldsskólum sem vilja gerast eTwinning sendiherrar frá og með 2025. Sendiherrar stuðla að framþróun eTwinning, veita kennurum ráðgjöf, halda kynningar og taka þátt í netverkum á norrænum og evrópskum vettvangi.
Lesa meiraNordplus Norræna tungumálaáætlunin hefur kynnt nýjan verkefnaflokk fyrir 2025: Námskeið í Norðurlandamálum. Markmiðið er að efla nám og kennslu í Norðurlandamálum. Styrkir eru í boði fyrir fjölbreyttar stofnanir, þar á meðal háskóla, skóla, félagasamtök og fyrirtæki, sem skipuleggja námskeið fyrir háskólanema, kennaranema og menntaða kennara. Sérstök áhersla er lögð á skandinavísku málin: dönsku, norsku og sænsku.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur fyrir áhugasama umsækjendur um verkefnastyrk Nordplus er 3. febrúar 2025 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00.
Lesa meiraVísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum.
Lesa meira