Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...



Fréttir

21.6.2024 : Níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Vakin er athygli á því að níunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin á Akureyri, 14. - 16. október 2024. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

Lesa meira

14.6.2024 : Evrópskt æskulýðs- og menntasamstarf

Viltu stuðla að þátttöku ungs fólks í alþjóðlegu samstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að verða hluti af æskulýðsteymi Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps. Starfið felur í sér að kynna þau tækifæri sem bjóðast í evrópsku samstarfi fyrir þeim sem starfa með ungu fólki í sjálfboðastörfum og samfélagsverkefnum og hafa umsjón með umsóknum og verkefnum sem styrkt eru af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins.  Umsóknarfrestur er liðinn og umsóknaferli í gangi.

13.6.2024 : Þátttaka Íslands í Erasmus+ og European Solidarity Corps áhrifarík fyrir íslenskt samfélag

Ný úttekt á árangri Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) á Íslandi sýnir fram á jákvæð áhrif áætlananna á íslenskt menntakerfi og æskulýðsstarf. Umsóknarferlið mætti einfalda en þjónusta Landskrifstofu veitir umsækjendum og styrkhöfum mikilvægan stuðning.

Lesa meira

6.6.2024 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2024

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024. 

Lesa meira

5.6.2024 : Fulltrúar pólska menningarráðuneytisins í heimsókn

Starfsfólk Rannís hjá Uppbyggingarsjóði EES tók á móti þremur fulltrúum pólska menningarráðuneytisins þann 4. júní síðastliðinn.

Lesa meira

5.6.2024 : Rafrænn upplýsingafundur um nýtt kall í Marie Skłodowska-Curie Actions (MSCA) Doctoral Networks

Upplýsingafundurinn er á vegum framkvæmdastjórnar ESB og verður haldinn þann 7. júní 2024. 

Lesa meira

31.5.2024 : Úthlutun úr Sprotasjóði 2024

Sprotasjóður leik-, grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2024.

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni

Viðburðadagatal



Þetta vefsvæði byggir á Eplica