Rannís - Rannsóknamiðstöð Íslands

Forsíðuborðar

Þjónusta, stuðningur og styrkir

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

...



Fréttir

18.2.2025 : NordForsk auglýsir kall um ábyrga notkun gervigreindar

Markmiðið er að kanna notkun, þróun og innleiðingu gervigreindar, á einstaklings-, skipulags- og samfélagsstigi. Umsóknarfrestur rennur út 13. maí 2025 klukkan 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira

18.2.2025 : „Taktu stökkið!“ – Viðtal við Sigríði Halldóru Pálsdóttur, nýjan eTwinning sendiherra við Tækniskólann

Sigríður Halldóra Pálsdóttir hefur kennt við Tækniskólann frá árinu 2010 og er nýr eTwinning sendiherra á Íslandi. Hún er menntaður enskukennari en hefur frá árinu 2020 starfað sem brautarstjóri K2 Tækni- og vísindaleiðar skólans. Þar kennir hún einnig frumkvöðlafræði, lokaverkefni og valáfanga um notkun gervigreindar í skólastarfi. Í viðtalinu segir hún frá reynslu sinni af eTwinning, áhrifum alþjóðlegs samstarfs á skólastarf og markmiðum sínum sem sendiherra.

Lesa meira

17.2.2025 : Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2025

Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2025. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu allar styrk.

Lesa meira

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein til ritunar efnis á íslensku. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025, kl. 15:00.

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
ISS_24519_00123

13.2.2025 : Áframhaldandi aukning á útgjöldum til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast verulega á árinu 2023 og námu rúmlega 114 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld tvöfaldast og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa meira en tvöfaldast á fimm árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2023.

Lesa meira

Fréttasafn


Á döfinni

Viðburðadagatal



Þetta vefsvæði byggir á Eplica