Evrópusamvinna í 30 ár - Uppskeruhátíð Evrópuverkefna

  • Evropusamvinna-1080x1080

Miðvikudaginn 8. maí 2024 er öllum boðið á sérstaka uppskeruhátíð þar sem Evrópusamvinnu verður fagnað.

Hátíðin ber yfirskriftina Evrópusamvinna í 30 ár og fer fram miðvikudaginn 8. maí 2024 frá klukkan 14:00 til 18:00 í Kolaportinu.

Á hátíðinni verður fagnað árangri undanfarinna ára þar sem gestir geta kynnt sér fjölmörg verkefni sem hafa fengið styrki úr áætlunum ESB. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum. 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun opna hátíðina. 

Á sýningarsvæði hátíðarinnar í Kolaportinu munu sýnendur taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun um árangur þeirra verkefna sem styrkt hafa verið og áhrif þeirra á íslenskt samfélag.

Þá verður sérstök dagskrá á sviði þar sem styrk verkefni gleðja gesti með söng og tónlist svo eitthvað sé nefnt.

EvropukakaOg að sjálfsögðu verður gestum boðið upp á afmælisköku og kaffi eins og á öllum alvöru afmælishátíðum.

Evrópusamvinna í 30 ár er sannkölluð uppskeruhátíð fyrir íslenskt samfélag og er fólk á öllum aldri velkomið að mæta, fræðast og fagna með okkur. 

Facebook Viðburður

Fjölmörg munu kynna árangur sinna verkefna. Meðal þátttakenda eru:

ARTCRAFT
Baskavinafélagið á Íslandi
Embætti Landlæknis
European Consumer Centre (ECC)
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Fjölmennt
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýlu
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Gullkistan - miðstöð sköpunar
Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn í Reykjavík
Húnaklúbburinn
Iðan fræðslusetur
Kópavogsbær
Landbúnaðarháskólinn
Leikskólinn Akrasel
Leikskólinn Gefnarborg
Listvinnslan
Matís
Menntaskólinn á Ísafirði
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Nýheimar þekkingarsetur
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Textílmiðstöð Íslands
Tónlistarskóli Kópavogs
Tækniskólinn
Ungmennafélag Íslands
Verkmenntaskóli Austurlands
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Verzlunarskóli Íslands

Þá mun sendiráð nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Sendinefnd ESB og kjörræðismanni Rúmeninu á Íslandi, kynna menningu sína og tengsl sín við Ísland

Kjörræðismaður Rúmeníu á Íslandi
Sendinefnd Evrópusambandsins
Sendiráð Danmerkur
Sendiráð Finnlands
Sendiráð Frakklands
Sendiráð Póllands
Sendiráð Slóvenía
Sendiráð Spánar
Sendiráð Svíþjóðar
Sendiráð Þýskalands







Þetta vefsvæði byggir á Eplica