Evrópusamvinna í 30 ár

Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Hægt er að sækja um styrki til verkefna sem tengjast m.a. menntun á öllum stigum, menningu og listum, rannsóknum og vísindum, jafnréttismálum, vinnumálum og fyrirtækjasamstarfi.

Árið 2024 eru 30 ár síðan að samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður og veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Í tilefni af þeim tímamótum bjóða Rannís, utanríkisráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og sendinefnd ESB á Íslandi til tveggja viðburða miðvikudaginn 8. maí. annars vegar málþingið: EES í 30 ár - ávinningur, tækifæri, áskoranir og hins vegar Uppskeruhátíð Evrópuverkefna: Evrópusamvinna í 30 ár. 

16 - 26. september 2024

Evrópurútan - á ferð um landið

Dagana 16. til 26. september 2024 stendur Rannís fyrir viðburðaröð undir yfirskriftinni "Evrópurútan - á ferð um landið" þar sem áhersla verður lögð á tækifæri í alþjóðasamstarfi fyrir stofnanir, skóla, sveitarfélög, samtök og fyrirtæki á landsbyggðinni. Kynningarfundir verða haldnir víðs vegar um landið á tímabilinu þar sem gestir geta rætt við sérfræðinga Rannís um umsóknir og styrki í þeim fjölmörgu evrópuáætlunum sem Rannís hefur umsjón með á Íslandi. Þá fá gestir tækifæri til að heyra reynslusögur frá verkefnastjórum íslenska verkefna í heimabyggð sem hlotið hafa styrki úr evrópuáætlunum. 

Nánar um Evrópurútuna


Evropurutan-grafik


8. maí 2024

Málþing - Grand Hótel kl. 10:00 - 12:00

Á málþinginu verður sjónum beint að þátttöku Íslands í innri markaði Evrópu og evrópskum samstarfsáætlunum, og rætt hvaða áskoranir og tækifæri framtíðin ber í skauti sér.

Nánar um málþingið

14:00 - 18:00 Uppskeruhátíð Evrópuverkefna - Kolaportið 

Öll velkomin á sérstaka uppskeruhátíð þar sem Evrópusamvinnu verður fagnað en Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 30 ár.

Nánar um hátíðina

Evropusamvinn-i-30-ar-1920x1080px








Þetta vefsvæði byggir á Eplica