Menntasamstarf
Umsóknarfrestur: 30.01.2025 - 10.02.2025
Hefur þú áhuga á menntamálum og vilt stuðla að árangursríku innlendu og evrópsku menntasamstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að hafa umsjón með innlendum sjóðum og erlendum samstarfsverkefnum á sviði menntamála.
Verkefni:
Starfið felur í sér umsýslu umsókna og verkefna, gerð vinnuáætlana og skýrslna auk þátttöku í kynningarmálum og alþjóðlegu samstarfi.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á íslensku menntaumhverfi
- Reynsla úr menntageiranum er kostur
- Mjög góð íslenskukunnátta og færni í að tjá sig í ræðu og riti
- Mjög góð færni í ensku, töluðu og rituðu máli
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samstarfshæfni og samskiptafærni
- Reynsla af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, verkefnastjórnun og/eða kynningastarfi er kostur
- Færni í notkun algengra tölvuforrita og góð almenn tölvukunnátta áskilin
- Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Skipulagseining:
Mennta- og menningarsvið
Heimilisfang:
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Tengiliðir:
- Aðalheiður Jónsdóttir
adalheidur.jonsdottir@rannis.is
515 5806
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2025
Nánari upplýsingar á heimasíðu Rannís, www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini.
Umsækjendum er bent á að kynna sér starfsemi Rannís og sérstaklega stoðverkefni Erasmus+ og innlenda menntasjóði á heimasíðu Rannís.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Rannís er líflegur vinnustaður með um 70 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Sérfræðingur í nýsköpunarteymi
Umsóknarfrestur: 30.01.2025 - 10.02.2025
Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf í nýsköpunarteymi. Starfið felur í sér umsýslu skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.
Verkefni:
Starfið felur í sér vinnu í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís þar sem stærstu verkefnin eru rekstur skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóðs. Verkefni starfsmanns snúa að skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna og felast m.a. í yfirferð umsókna, samskiptum við umsækjendur, upplýsingagjöf og kynningum.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistarapróf á sviði verkfræði eða tölvunarfræði er kostur
- Þekking á íslensku rannsókna- og nýsköpunarumhverfi. Reynsla af verkefnum sem miða að tæknivæðingu og nýsköpun í íslensku atvinnulífi er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun og ferlavinnu er kostur
- Sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt góðri samskiptafærni
- Mjög góð færni í töflureikni, ásamt færni í helstu Office forritum eða sambærilegu
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði tal- og ritmáli
- Metnaður til að ná árangri í starfi með því að sýna vönduð vinnubrögð, frumkvæði og veita góða þjónustu
Skipulagseining:
Rannsókna- og nýsköpunarsvið
Heimilisfang:
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Tengiliðir:
- Sigurður Óli Sigurðsson
sigurdur.o.sigurdsson@rannis.is
515 5802
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2025
Nánari upplýsingar á heimasíðu Rannís, www.rannis.is/starfsemi/laus-storf/. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Rannís er líflegur vinnustaður með um 70 sérfræðingum sem starfa eftir gildum stofnunarinnar: Áhrif, fagmennska og samstarf. Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu og styðja þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Rannís greinir og kynnir áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag og þjónustar undirbúning vísinda- og tæknistefnu.
Smelltu hér til að sækja um starfið
Starfshlutfall:
100%
Starfssvið:
Sérfræðistörf
Launaskilmáli:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.