Starfið felur í sér fullt starf í nýsköpunarteymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís þar sem stærstu verkefnin eru rekstur skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna og Tækniþróunarsjóðs. Verkefni starfsmanns snúa að skattfrádrætti rannsókna- og þróunarverkefna og felast m.a. í yfirferð umsókna, samskiptum við umsækjendur, upplýsingagjöf og kynningum.
Umsóknarfrestur rann út 12. febrúar síðastliðinn og er umsóknarferli í gangi.
Hefur þú áhuga á menntamálum og vilt stuðla að árangursríku innlendu og evrópsku menntasamstarfi? Rannís óskar eftir sérfræðingi í fullt starf á mennta- og menningarsvið, til að hafa umsjón með innlendum sjóðum og erlendum samstarfsverkefnum á sviði menntamála. Starfið felur í sér umsýslu umsókna og verkefna, gerð vinnuáætlana og skýrslna auk þátttöku í kynningarmálum og alþjóðlegu samstarfi.
Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar síðastliðinn og er umsóknarferli í gangi.