Erasmus+ ráðstefna um grænar áherslur og sjálfbærni í umhverfismálum
Heiti viðburðar: Green Practices for Increasing Environmental Sustainability
Fyrir: Erasmus+ verkefnastjóra og umsækjendur sem starfa í menntahluta (SCH, VET, ADU, HED)
Tungumál: Enska
Hvar: Ríga, Lettlandi
Hvenær: 20.-22. mars 2024
Umsóknarfrestur: Til og með 22. janúar 2024
Markmið ráðstefnunnar er að dýpka skilning þátttakenda á grænu áherslum Erasmus+ áætlunarinnar. Þátttaka í ráðstefnunni er einnig kjörið tækifæri til að efla tengslanet sitt.
Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 2
Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan ráðstefnunni stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.
Fyrirspurnum svarar Svandís Ósk Símonardóttir: svandis.o.simonardottir@rannis.is