Auglýst er eftir umsóknum um styrki einu sinni á ári. Áfram verður styrkumsóknum skipt í tvennt þar sem hægt verður að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum. Umsóknareyðublað sjóðsins eru á rafrænu formi. Til þess að nálgast umsóknareyðublaðið þarf að tengjast umsóknarkerfi Rannís.
Kostnaðaráætlun
Mikilvægt er að hafa í huga að við gerð kostnaðaráætlunar í eyðublaði að átt er við
heildarkostnað verkefnisins. Tilgreina þarf fjármögnun á móti styrknum sem sótt er um til
þróunarsjóðs námsgagna. Ef sótt er um styrk eða framlög til annarra skal tilgreina það í
umsókn.
Að jafnaði eru kaup á tækjum eða hugbúnaði ekki styrkhæfur kostnaður. Við útreikninga á
launakostnaði (þ.m.t. launatengd gjöld) skal að hámarki taka mið af áætluðum
lektorslaunum sem eru 550 þúsund krónur á mánuði.
Mikilvægt er að fara vel yfir kostnaðaryfirlit áður en umsókn er send inn.
Áfangaskýrslu skal skilað ef sótt er um styrk úr sjóðnum að nýju áður en lokaskýrsla fyrir áður veittan styrk hefur borist.