Mats- og úthlutunarferlið

Forgangsatriði í úthlutun geta verið breytileg frá ári til árs. Forgangsatriði fyrir 2025 verða birt um leið og þau berast.

Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2024 voru

1. Námsefni ætlað börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegna tungumálakennslu.

2. Námsefni sem styður við stærðfræði og náttúrugreinar.

3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum

námsgreinum.  

Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðjist við stafræna tækni, Menntastefnu 2030 og hversu aðgengilegt námsefnið verður nemendum.

Mat umsókna

Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum skv. reglugerð nr.
1268/2007:
 

  1. Gildi og mikilvægi verkefnis með tilliti til þeirra markmiða sem þróunarsjóði námsgagna eru sett.
  2. Líkum á því að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum er verkefnið miðar að.
  3. Starfsferli og faglegum eða fræðilegum bakgrunni umsækjenda og annarra þátttakenda með tilliti til þeirra krafna sem verkefnið gerir til þeirra.

Starfsmenn Rannís fara yfir umsóknir og vinsa úr umsóknir sem eru ófullnægjandi eða ekki rétt útfylltar. Aðrar umsóknir fær sjóðstjórnin til meðferðar. Hún velur sérfræðinga til að meta umsóknirnar. Allar umsóknir eru sendar sérfræðingum til umsagnar auk þess sem stjórnin fer yfir umsóknir.

Stjórn sjóðsins fær til umfjöllunar þær umsóknir sem hafa hlotið hæst mat. Aðrar umsóknir
eru kynntar stjórninni og getur hún tekið þær til nánari skoðunar og endurmats ef tilefni er
til þess. Listi yfir umsóknir, sem eru metnar ófullnægjandi eða utan verksviðs sjóðsins, er
lagður fyrir stjórn.

Trúnaður og vanhæfi

Allir þeir aðilar sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá þróunarsjóði námsgagna eru
bundnir þagnarheiti. Enn fremur fylgir sjóðurinn almennum reglum um vanhæfi.

Styrkveitingar

Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti/bréfi. Útbúin er fréttatilkynning um
úthlutun (hverjir hlutu styrk, nafn verkefnis og upphæð).








Þetta vefsvæði byggir á Eplica