Forgangsatriði í úthlutun

Forgangsatriði í úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna geta verið breytileg frá ári til árs.

2024 - Forgangsatriði voru þrjú: 1. Námsefni ætlað börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn vegna tungumálakennslu. 2. Námsefni sem styður við stærðfræði og náttúrugreinar. 3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum.

2023 - Forgangsatriði voru fjögur: 1. Námsefni ætlað innflytjendum vegna tungumálakennslu. 2. Námsefni sem styður við samfélags- og náttúrugreinar 3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. 4. Þróun námsefnis er tengist stuðningi við börn á flótta

2022 - Forgangsatriði voru þrjú: 1. Námsefni sem styður við skapandi kennsluhætti á sviði list- og verkgreina. 2. Námsefni sem styður við náms- og starfsfræðslu. 3. Námsefni sem miðar að markvissri eflingu íslensks orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. 

2021 - Forgangsatriði voru þrjú: 1. Námsefni er styður við heilsueflingu nemenda, andlega jafnt sem líkamlega heilsu. 2. Námsgögn er styðja við aðlögun og íslenskunám innflytjenda. 3. Námsgögn sem miða að markvissri eflingu orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum.

2020 - Forgangsatriði voru þrjú: 1. Námsgögn er styðja við aðlögun og íslenskunám innflytjenda. 2. Námsgögn sem miða að markvissri eflingu orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. Sérstaklega er horft til íslensku, náttúru- og stærðfræði. Námsgögn þurfa að höfða til áhugahvatar hópa sem standa höllum fæti. 3. Námsefni sem styður við félagsfærni nemenda með áherslu á þátttöku í samfélagi, sjálfsmynd og líðan.

2019 - Forgangsatriði voru þrjú: námsefni fyrir framhaldsskóla og leikskóla, námsefni fyrir íslensku, íslensku sem annað tungumál og íslenskt táknmál og að lokum þýðingar og aðlögun á námsefni á öllum skólastigum, t.d. á sviði náttúru- og raungreina og verk- og starfsnáms.

2018 - Forgangsatriði voru þrjú: námsefni fyrir framhaldsskóla, námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu og forritun fyrir byrjendur.

2017 - Forgangsatriði voru þrjú: námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu og tvítyngis, námsefni í fjármálalæsi þvert á skólastig og námsgögn fyrir starfsnám.

2016 - Sérstök áhersla var lögð á námsgögn sem nýttu stafræna tækni til að efla lestur og lesskilning, sem og efni sem stuðlaði að nýsköpun í list- og tæknigreinum.

2015 - Forgangs naut efni sem stuðlaði að aukinni almennri hæfni í stærðfræði og tölfræði og tengdi þessi fög við daglegt líf.

2014 - Forgangs naut efni sem styður við skilgreinda lykilhæfni í aðalnámskrá grunn- og framhaldssjóla og/eða skilgreind námssvið í aðalnámskrá leikskóla.

2013 - Forgangs naut efni sem stuðlaði að því að efla starf í anda grunnþátta menntunar fyrir öll skólastigin í samræmi við aðalnámskrá,

2012 - Forgangs naut efni sem stuðlaði að því að efla starf í anda grunnþátta menntunar fyrir öll skólastigin í samræmi við aðalnámskrá.

2011 - Þau verkefni nutu forgangs sem fléttuðu grunnþætti í nýjum námskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla inn í námsgögnin. Þessir grunnþættir voru: læsi í víðum skilningi, lýðræði, jafnrétti, menntun til sjálfbærni og skapandi starf.

2010 - Sérstök áhersla var lögð á námsgögn sem tengdust lestrarkennslu og læsi í víðum skilningi.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica