Tækniþróunarsjóður heyrir undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um Tækniþróunarsjóð, nr. 26/2021.
Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
Sjóðnum er heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og nýsköpunarráðs. Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi. Stjórn Tækniþróunarsjóðs telur sjóðinn mæta þessum sjónarmiðum með því að skilgreina nýjar áherslur í samræmi við hlutverk sjóðsins.
Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar af fagráði sem leggur til ráðgefandi álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn Tækniþróunarsjóðs tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.
Okkur er umhugað um persónuvernd. Kynntu þér stefnuna okkar hér.
Loka