Tækniþróunarsjóður

Yfirlit styrkjaflokka

Tækniþróunarsjóður býður upp á fimm flokka fyrirtækjastyrkja; Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur, Sprettur og Markaðsstyrkur. Hver styrkur er sniðinn að mismunandi þróunarstigi verkefna. Einnig eru í boði styrkir til hagnýtra rannsóknarverkefna innan háskóla og rannsóknastofnanna og gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og einkaleyfastyrkir.


Einkaleyfastyrkur

Tegund verkefna: Undirbúningur og innlögn vegna forgangsréttarumsóknar og eða alþjóðlegra umsóknar
Markhópur: Háskólar, stofnanir, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar
Lengd verkefnis: Staðfesting gildir í 1 ár
Hámarksstyrkur: 600 þ.kr. vegna forgangsréttarumsónar
1,4 m.kr. vegna alþjóðlegrar umsóknar
Mótframlag: 50%
Markaðskostnaður: 0%
Minniháttaraðstoð*: Nei

Hagnýt rannsóknarverkefni

Tegund verkefna: Afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.
Markhópur: Háskólar, opinberar rannsóknastofnanir og opinbert hlutafélag
Lengd verkefnis: 1-3 ár
Hámarksstyrkur: 3 x 15 m.kr.
Mótframlag: 20% (ef samstarfsfyrirtæki, þá þurfa þau að uppfylla reglur ESA um mótframlag, 20-35%)
Markaðskostnaður: 0%
Minniháttaraðstoð*:
Nei

Fyrirtækjastyrkur Fræ/Þróunarfræ

Tegund verkefna: Hugmynd eða verkefni á frumstigi
Markhópur: Fyrirtæki, 5 ára eða yngri og einstaklingar  
Lengd verkefnis: 12 mánuðir
Hámarksstyrkur: 2 m.kr.
Mótframlag: 0%   
Markaðskostnaður: 0%
Minniháttaraðstoð*:

Fyrirtækjastyrkur Sproti

Tegund verkefna: Þróunarverkefni á frumstigi
Markhópur: Fyrirtæki, 5 ára eða yngri  
Lengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 2 x 10 m.kr.
Mótframlag: 0% 
Markaðskostnaður: 10%
Minniháttaraðstoð*:

Fyrirtækjastyrkur Vöxtur

Tegund verkefna: Verkefni komin af frumstigi hugmyndar
Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki
Lengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 2 x 25 m.kr.
Mótframlag: Í samræmi við reglur ESA um opinberan stuðning til fyrirtækja
Markaðskostnaður: 20%
Minniháttaraðstoð*: Nei

Fyrirtækjastyrkur Sprettur (sótt um innan Vaxtar)

Tegund verkefna: Ætlað fyritækjum með afurð sem er komin nálægt markaði, hefur mikla möguleika á hröðum vexti og aukin krafa um fjárhagslegt bolmagn
Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki
Lengd verkefnis: 2 ár
Hámarksstyrkur: 2 x 35 m.kr.
Mótframlag: Í samræmi við reglur ESA um opinberan stuðning til fyrirtækja
Markaðskostnaður: 25%
Minniháttaraðstoð*: Nei

Fyrirtækjastyrkur Markaður

Tegund verkefna: Markaðssetning tengd þróunarverkefni
Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki og að lágmarki 10% R&Þ af veltu og eða efnahagsreikningi
Lengd verkefnis: 1 ár
Hámarksstyrkur: 10 m.kr.
Mótframlag: 50%
R&Þ kostnaður: 0%
Minniháttaraðstoð*:

*Í þeim styrkjum Tækniþróunarsjóðs sem falla undir minniháttar aðstoð lýsa styrkþegar því yfir að þeir hafi ekki á síðastliðnum tveimur reikningsárum auk yfirstandandi reikningsárs, fengið styrki frá opinberum aðilum sem teljast til minniháttar aðstoðar, sem nema hærri upphæð en 200.000 evrum að meðtöldum þeim styrk sem sótt er um.










Þetta vefsvæði byggir á Eplica