Frumherjastyrkur
Fyrir hverja?
Frumherjastyrkir eru fyrir sprotafyrirtæki og frumkvöðla með verkefni á byrjunarstigi.
Til hvers?
Til þess að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
Umsóknarfrestur
Lokað fyrir umsóknir. Síðasti umsóknarfrestur var 15. febrúar 2016.
Hámarksstyrkur: Styrkur getur numið allt að 14 milljónum króna samanlagt á tveimur árum, þó ekki meira en 7 milljónum króna á fyrsta ári.
Mótframlag: Gerð er krafa um að lágmarki 25% mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði við verkefnið.
Hámarks lengd verkefnis: 2 ár
Skil á umsókn: Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 á lokadegi umsóknarfrests. Umsókn skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Skila skal inn að lágmarki eftirfarandi fylgigögnum með rafrænni skráningu umsóknar:
Matsferli:
Umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum. Miðað er við að niðurstaða liggi fyrir innan þriggja mánaða frá lokum umsóknarfrests.
Matsblað sem fagráð sjóðsins notar við mat á umsóknum og stjórn sjóðsins hefur til hliðsjónar við val á umsóknum sem hljóta framgang í sjóðnum.
Skýrsluskil:
Skila þarf inn framvinduskýrslu eftir 6 mánuði frá upphafi verkefnisársins þar sem gerð er grein fyrir framgangi verkefnisins. Við lok verkefnisársins skal skila inn áfangaskýrslu þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi verkefnið. Ef verkefnisárið er lokaár verkefnisins skal skila inn lokaskýrslu. Áfangaskýrsla er umsókn um framhaldsstuðning sé upphaflega sótt um stuðning til lengri tíma en eins árs.
Með áfanga- og lokaskýrslum skal skila inn verk- og kostnaðarbókhaldi ásamt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins þegar það á við.
Minniháttaraðstoð (De minimis): Þessi styrkjaflokkur fellur undir reglur um minniháttar aðstoð. Nánari upplýsingar um minniháttar aðstoð má sjá í reglum Tækniþróunarsjóðs.
Sjá nánar reglur Tækniþróunarsjóðs
Þessi styrkjaflokkur mun falla niður næsta haust og í stað hans kemur nýr flokkur Fyrirtækjastyrkur - Sproti. Sjá nánar hér