Einstaklinga, háskóla, rannsóknastofnanir, lítil og meðalstór fyrirtæki.
Einkaleyfastyrkir eru annars vegar til að undirbúa og skila inn forgangsréttarumsókn og hins vegar að undirbúa og skila inn umsókn í alþjóðlegt ferli.
Opið er fyrir umsóknir í einkaleyfastyrkir allt árið.
Sjá nánar í reglum og leiðbeiningum til umsækjenda Tækniþróunarsjóðs
Greitt er skv. reikningum (án VSK) frá viðurkenndum einkaleyfissérfræðingum og vegna opinberra gjalda. Mótframlagskrafa er að lágmarki 50% af reikningsupphæð.
Staðfesting gildir til eins árs.
Umsóknum skal skila rafrænt í umsóknarkerfi Rannís. Skila þarf inn umsókn til Tækniþróunarsjóðs áður en einkaleyfisumsókn er lögð inn.
Allar umsóknir eru metnar af fagráði Tækniþróunarsjóðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum.