Öndvegisstyrkir 2022

Áhrif stefnumótunar og foreldramenningar á barneignir á Íslandi


Sunna Kristín Símonardóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ari Klængur Jónsson, Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.


Fæðingartíðni hefur löngum verið há á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Undangenginn áratug hefur fæðingartíðni þó farið hríðlækkandi, þó vísbendingar séu um að barnshafandi konum hafi fjölgað á ný á tímum Covid-19. Í þessu þverfaglega verkefni er áhersla lögð á að rannsaka þær breytingar sem hafa orðið á fæðingartíðni á síðastliðnum árum og öðlast skilning á ástæðum þeirra. Þetta verður gert með því að leita svara við því hvort fjölskyldustefna á Íslandi styðji nægilega við barnafjölskyldur og fangi síaukinn fjölbreytileika og breyttar þarfir fjölskyldna, ásamt því að greina hvernig foreldramenning mótar ákvarðanir um barneignir. Ísland veitir einstakt tækifæri til að rannsaka fæðingartíðni og barneignir. Hér á landi er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna, fjölskyldur eru fjölbreyttar og fjölskyldustefna styður við atvinnuþátttöku beggja foreldra og jafna fjölskylduábyrgð. Niðurstöður úr verkefninu byggja á fjölbreyttri aðferðafræðilegri nálgun og munu nýtast við að öðlast skilning á barneignum á Íslandi, ásamt því að vera mikilvægt innlegg í alþjóðlegt fræðasamfélag.

Fertility intentions and behaviour in Iceland: The role of policies and parenting culture

The fertility rate of Iceland has been among the highest in Europe. However, during the past decade, Icelandic fertility has dropped severely, although there are indications of increased number of pregnancies during COVID-19. This multi-disciplinary project will address these large and rapid changes in fertility in Iceland and produce a clear and comprehensive understanding of why and how they have emerged. In doing so, the project will seek answers to whether Icelandic family policies adequately reflect the needs and diversity of Icelandic families, while also placing focus on how parenting culture shapes people's decisions on the timing and number of births. Iceland presents a unique setting for studying fertility decisions and behaviour, with its emphasis on gender equality, diverse family forms, and policies that support both parents' participation in work and care. The project´s findings, stemming from a novelty multi-methodological approach, will be important for understanding childbearing behaviour in Iceland, whilst also contributing to the advancement of theories on fertility and family development.

IceGut: Áhrif mataræðis á þarmaflóru barna á Íslandi frá meðgöngu til fimm ára aldurs


Viggó Þór Marteinsson, MATÍS.

Þekking á hlutverki örveruflóru manna hefur aukist verulega síðustu ár og gefa niðurstöður rannsókna til kynna að ýmsir umhverfisþættir séu ákvarðandi í þróun og samsetningu örveruflóru í meltingarvegi á fyrstu árum ævinnar. Hins vegar er lítil þekking á því hvernig næring á meðgöngu og við brjóstagjöf hefur áhrif á þróun örverflórunnar, sér í lagi er skortur á rannsóknum þar sem unnt er að taka tillit til upplýsinga um kvilla á meðgöngu, fæðingarmáta, brjóstagjöf, fyrstu kynna barna af fæðu á föstu formi og fæðuvals fram á leikskólaaldur. IceGut verkefnið mun á þverfaglegan hátt bæta við þessa þekkingu með því að rannsaka þarmaflóru 8% fæddra barna á Íslandi árið 2018. Þróun örveruflóru og efnaskiptaferlar hennar í meltingarvegi verða rannsakaðir frá fæðingu og reglulega fyrstu fimm æviár barnanna og niðurstöðurnar tengdar við upplýsingar um næringu á meðgöngu, við brjóstagjöf sem og næringu barnanna sjálfra. Sérstök áhersla verður lögð á einkenni íslensks mataræðis sem er alla jafna ríkt af fiskmeti og fiskilýsi (uppsprettur D-vítamíns og omega 3 fitusýra) á meðan neysla heilkornaafurða er lág. Nýjustu tækni í raðgreiningum og efnaskiptagreiningum verður beitt til að greina samsetningu örveruflórunnar, erfðamengi hennar og efnaskipti. IceGut verkefnið mun leiða til nýrrar þekkingar um tengsl á milli þróunar örveruflórunnar og efnaskipaferla á fyrstu æviárunum við neyslu einstakra næringarefna. Þetta verður fyrsta rannsóknin á örveruflóru í meltingarvegi á íslensku þýði barna.

IceGut: Icelandic Diet and the Infant Gut Microbiome Development

Over the last decade our understanding of the human microbiome has increased exponentially with a growing body of evidence highlighting the importance of the microbiome towards human health. However, knowledge is still limited on the association between nutrient intake during pregnancy, breastfeeding and infancy and the early development of the gut microbiome. The IceGut project will address this knowledge gap by analysing the gut microbiome of over 8% of the 2018 Icelandic birth cohort. This cross-disciplinary project will follow the gut microbiome development of infants from birth until five years of age with emphasis on specific characteristics of the Icelandic diet, including high intake of fish and fish oil (sources of vitamin D and omega-3 fatty acids) and low whole grain intake. Information on dietary intake during pregnancy, lactation and infancy along with biomarkers for vitamin D status, fatty acid profiles and whole grain intake during pregnancy will be compared to functional and taxonomic profiles and metabolic fingerprints from faecal samples subjected to state-of-the-art sequencing technology and high-resolution mass spectrometry. This will generate valuable new insights into the processes underlying the microbiome modulating effect of individual nutrients recommended by the Icelandic Dietary Guidelines during the pre- and postnatal period. This study will be the first comprehensive national microbiome census of infants in Iceland.

Kvikuhreyfingar á Reykjanesskaga - Samþætt jarðefnafræði- og jarðeðlisfræðirannsókn á eldgosinu við Fagradalsfjall árið 2021


Eniko Bali, Halldór Geirsson, Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Sæmundur Ari Halldórsson, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Eldgosið við Fagradalsfjall er það fyrsta á Reykjanesskaga í nærri 800 ár og markar líklega byrjun nýs eldgosatímabils sem gæti varað í nokkrar aldir. Margs konar vísbendingar eru um að ólivínþóleiítbasaltið sem kemur upp í gosinu komi rakleitt neðan úr möttli. Samsetning kvikunnar er ólík kviku sem komið hefur upp í nýlegum gosum á Íslandi en hún hefur einkenni frumstæðs basalts og hefur tekið örum breytingum meðan á gosinu hefur staðið. Sú staðreynd bendir til að hér fáist sjaldgæf innsýn í ferli samsöfnunar og blöndunar bráða á mörkum skorpu og möttuls. Með samþættingu jarðefnafræðilegra og jarðeðlisfræðilegra athugana, fyrir og eftir byrjun gossins, er þannig hægt að öðlast meiri skilning á kvikuferlum undir þessu svæði en áður hefur verið hægt, sem hefur líka þýðingu fyrir rannsóknir á uppruna basalts á úthafshryggjum almennt. Með því að gera fjölda mismunandi jarðefnafræðilegra mælinga á hrauninu og dílafarmi þess er ætlun okkar að koma fram með fyrsta mat á hvaða dýpi kvika er að safnast fyrir undir Reykjanesskaga núna, hversu lengi kvika hefur safnast fyrir, ferlana sem leiða til kvikuhreyfinga fyrir gos og eðli og magn eldfjallagasanna sem losna úr kvikunni. Líkanreikningar um tengsl kvikukerfa á mismunandi dýpi, grunnt, meðaldjúpt og djúpt, eru hluti af þessu verkefni. Tilgáta okkar er að þrýstingstengsl séu milli eldstöðvakerfa gegnum bráðarríkt svæði í linhveli efra möttuls.

Magma dynamics of the Reykjanes Peninsula - Integrated Geochemical and Geophysical Investigation of the 2021 Fagradalsfjall eruption

The eruption in Fagradalsfjall is the first on Reykjanes Peninsula in ~800 years, and likely represents the start of a new period of eruptive activity. Preliminary investigations suggest that the erupted lavas are sourced directly from the mantle. The magma compositions are distinct from all recent Icelandic magmas, representing primitive basalts whose composition changed rapidly in the first month of the eruption. This change suggests that the Fagradalsfjall eruption offers us a rare ‘snapshot' of the dynamic melt mixing and aggregation processes at the crust-mantle boundary. By making a comprehensive series of targeted geochemical measurements on the lava and its crystal cargo, alongside contemporaneous geophysical observations, we will identify the depths of magma accumulation beneath the Reykjanes Peninsula at the present, for how long they have been accumulating, the processes mobilising them for eruption, and the nature and quantity of volcanic gases they release. Using the results obtained during the project, we will constrain new models for the shallow, intermediate, and deep connectivity of magmatic systems. This project will provide an unprecedented view into the modern-day magmatic activity beneath Reykjanes, and from this we will gain new insight into the operation of basalt genesis in magmatic rift zones globally.

Mat á viðkvæmum æðaskellum


Vilmundur G. Guðnason, Hjartavernd.

Hjarta og æðasjúkdómar eru algeng ástæða ótímabærra dauðsfalla og skertrar færni. Á Íslandi eru um 19.500 einstaklingar eldri en 40 ára lifandi með fyrirbyggjanlegar afleiðingar æðakölkunar eins og hjarta- og heilaáföll og kransæðainngrip. Þannig eru fyrirbyggjanleg áföll hjarta- og æðasjúkdóma verulega íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfi og valda ónauðsynlegum þjáningum. Kransæðastíflur verða á æðaskellum sem hafa rofnað, svokölluðum viðkvæmum æðaskellum. Í þessari rannsókn er stefnt að því að þróa einstaklingsbundið mat á áhættu sem byggir á próteinum í blóði og efnaskiptaþáttum, erfðaupplýsingum og hágæða myndgreiningartækni til að finna einstaklinga með viðkvæmar æðaskellur sem eru þess vegna í mestri áhættu á að fá hjartaáfall. Við byggjum á tveim stórum framskyggnum hóprannsóknum á Íslandi. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (til uppgötvunar) og Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (til að sannreyna og til fínstillingar). Við munum rannsaka þátt próteina og erfða á langtímabreytingar í æðaskellum yfir 14 ára tímabil í um 500 einstaklingum sem kallaðir verða inn til rannsóknar og raða saman öllum gögnum rannsóknarinnar til að útbúa einstaklingsaðlagað verkfæri til að meta viðkvæmni æðaskella og hættu á rofi og stíflu í náinni framtíð. Með því að finna einstaklinga sem eru í mestri áhættu á að fá hjarta- og æðaáföll getum við mætt einni af mestu óuppfylltu læknisfræðilegu þörfum fyrir heilbrigðiskerfi heimsins.

Risk assessment of Plaque Vulnerability

Cardiovascular disease (CVD) is a common cause of premature mortality and disability responsible for 30% of total deaths globally. There are 19,500 individuals older than 40 years living in Iceland with consequences of CVD, such as heart attack and stroke, or after invasive coronary interventions. Hence, preventable consequences of CVD pose a substantial economic burden on health care systems and cause unnecessary suffering. Coronary atherothrombotic events occur on the ruptured plaque within the arteries, called vulnerable plaque. In the present study, we aim to develop an unique individual-level score-based risk classifier that is comprised of circulating proteins and metabolic factors, genetic information, and state-of-the-art imaging tools to identify individuals with vulnerable plaque and thus at the highest risk of developing a heart attack. We rely on two large population-based prospective studies in Iceland, the AGES (for discovery) and REFINE (for validation and refinement) cohorts. We will examine the contribution of proteins and genetics to longitudinal change in plaque composition and burden over 15 years in 500 newly recruited participants and integrate all data from the project to construct a personalized risk assessment tool for plaque vulnerability and impending MI. By identifying individuals at the greatest risk of developing fatal or non-fatal CVD, we will be able to address one of the largest unmet medical needs for the global health care systems.

Samspil manns og náttúru: Umsvif íslenskra Benediktsklaustra á miðöldum


Steinunn Kristjánsdóttir, Hugvísindasviði Háskóla Íslands, James G. Clark, College of Humanities, University of Exeter.

Fyrirhugað verkefni er þverfagleg rannsókn á tveimur Benediktínaklaustrum á Íslandi, Kirkjubæjarklaustri og Þingeyraklaustri, með það meginmarkmið að varpa ljósi á sambúð þeirra við náttúrulegt umhverfi sitt. Helstu rannsóknarþemu verkefnisins beinast að 1) hinni umfangsmiklu klæða- og bókaframleiðslu sem fór fram innan klaustranna og auðlindunum sem hún krafðist, 2) hlutverki landslagsins í daglegu lífi og við helgihald og bænir, til dæmis í tengslum við tímamælingar og vatnsnýtingu, 3) mataræði íbúa klaustranna og landnýtingu þeirra. Meðal viðfangsefna sem koma endurtekið fyrir í verkefninu varða það hvernig klaustrin brugðust við harðærum, svo sem af völdum Svartadauða og Litlu ísaldarinnar, kynjaða þætti í rekstri þeirra og þær fjölbreyttu leiðir sem þau fóru til þess að samstilla sig náttúrunni en halda um leið hollustu sinni við hefðir og siði Benediktína. Verkefnið fléttar saman fjölbreyttri þekkingu úr fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, náttúruvísindum og umhverfisfræðum og mun það auka núverandi þekkingu á klaustrum í Norður-Evrópu og umhverfisáhrif þeirra til muna. Ennfremur er verkefnið líklegt til þess að veita nýstárlega innsýn í umræðu samtímans um sambúð manna og náttúru.

Between man and nature: The Making of Benedictine Communities in Medieval Iceland


The proposed project is a multi-disciplinary study of two Benedictine communities in Iceland, the monastery at Þingeyrar and the nunnery of Kirkjubær, with the overarching aim of elucidating the ways in which these religious houses and their natural environments concurrently shaped each other. The main themes of the project focus on 1) The extensive production of textiles and manuscripts within the settlements, which required ample natural resources. 2) The role of the landscape in everyday life and in engagement with liturgy and prayer, for example through water management and timekeeping. 3) The diet of the religious and lay inhabitants in the monastic houses and its associated land-use. Some recurring questions within these themes concern the ways in which the religious houses responded to periods of hardship, such as caused by the Plague or the Little Ice Age, the significance of gender in their operation, and the diverse ways in which they synchronized with their surrounding environment while faithfully keeping their dedication to the Benedictine customs. With contributions from archaeology, history, literary studies, natural sciences and environmental studies, the project will add considerably to the current knowledge about monasticism in Northern Europe and their environmental impact and extend a critically significant new departure in monastic research. Moreover, it has a great potential in providing new insight into current debates about human/nature coexistence.

Skammtasvið og skammtarúm


Lárus Thorlacius, Valentina Giangreco M. Puletti, Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, Friðrik Freyr Gautason, Zhao-He Watse Sybesma, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Quantum Fields and Quantum Geometry


The study of the gauge/gravity correspondence, also known as holographic duality, has uncovered deep connections between spacetime geometry, quantum entangled matter, and quantum information theory. Based on this, gravitational methods have been developed to address a range of problems in strongly coupled field theories, where conventional quantum field theory techniques are of limited use. At the same time, holographic duality provides a working definition of quantum gravity at ultra-short length scales, where standard notions of space and time cease to apply, via quantum field theory dynamics. The research project will study gravity and matter at a fundamental level through the twin themes of Quantum Fields and Quantum Geometry. We will address a series of well-defined technical and conceptual problems in this area using state of the art methods. The project is divided into five scientific work packages with more specific goals: 1. Quantum Aspects of Black Holes; 2. Holographic Dualities; 3. Holographic Models of Emergent Spacetime; 4. Precision tests of holographic duality; 5. Solvable Quantum Field Theories and Symmetries. International collaboration, graduate student education and research training are key to the overall success of the project








Þetta vefsvæði byggir á Eplica