Kristín Jónsdóttir, Veðurstofu Íslands, Corentin Caudron, IS-TERRE Grenoble, France og Thomas Lecocq, Royal Observatory of Belgium.
IS-TREMOR verkefnið miðar að því að fá heildrænt yfirlit yfir óróaatburði sem mælst hafa síðan árið 2015 á Íslandi, sem býður upp á einstakt tækifæri til að rannsaka óróa af ólíkum toga, t.d. eldgosaóróa, jöklaóróa og jarðhitaóróa sem dreifast um sama svæði. Með því að þróa og beita nýjum aðferðum til að sjálfvirkt nema, staðsetja og flokka óróa m.v. uppruna, viljum við búa til nýja og fordæmalausa skrá yfir óróaatburði á Íslandi. Jarðskjálftaórói, að hluta samfelld öldulest sem skortir skýra fasa í tengslum við einstaka jarðskjálfta eða atburði, mælist oft og er stundum greindur í náttúruváreftirliti, en vegna flækjustigs fyrirbærisins (hægt vaxandi óreglulegt bylgjuform og breytileg lengd) virka hefðbundnir fasafinnar og staðsetningaraðferðir ekki og orsakir óróans eru oftast óþekktar. Þetta veldur ýmsum vandkvæðum, sem hindra bæði rannsóknir og eftirlit, en við stefnum að því að leysa, og eru í aðalatriðum þessi: Það skortir yfirsýn, bæði yfir staðsetningar og tímaupplausn óróamerkja sem mælast á Íslandi; rannsóknir á óróa á Íslandi eru fáar, takmarkaðar og ekki heildstæðar; skortur á óróagreiningu og óróastaðsetningu í rauntíma veldur mikilli óvissu fyrir náttúruváreftirlit og almannavarnir þar sem óróaatburðir geta verið til marks um yfirvofandi náttúruvá. Þannig gerum við ráð fyrir að fyrirhuguð rannsókn hafi mikil áhrif fyrir rannsóknarsamfélagið og náttúruváreftirlit, sé tímabær og stefni að því að takast á við krefjandi spurningar um flókið eðli óróa.
Seismic tremor for real-time tracking of Natural Hazards in Iceland
The IS-TREMOR project aims to gain a holistic overview of seismic tremor recorded since 2015 in Iceland, which offers a unique opportunity of multiple sources of tremor, e.g. volcanic, glacial, and geothermal tremor distributed in the same area. By novel strategies for automated tremor detection, location and source-based classification, we wish to create an unprecedented registry of tremor events in Iceland. Seismic tremor, a semi-continuous wave-train which lacks clear arrivals associated with individual earthquakes, is frequently recorded and sometimes identified by the operational monitoring, yet, due its complexity (emergent waveform, irregularity and variable duration) traditional onset-picking location approaches fail in locating it and its mechanism remains overall enigmatic. This causes several problems, hindering both research and the monitoring, which we aim to solve, the main being: A lack of overview, both spatial and temporal of tremor signals registered in Iceland; investigations of tremors in Iceland are few, limited and not comprehensive; the lack of routine real-time tremor detection and location causes incertitude for the natural hazard monitoring and the civil protection since many tremor events may indicate an imminent hazard. Thus, we anticipate that the proposed study is high impact, is timely and promising to address some of the outstanding questions about the complex nature of tremor.
Slawomir Marcin Koziel, Verkfræðideild, Háskólinn í Reykjavík.
Nákvæmt mat á kerfishegðun er nauðsynleg við verkfræðilega hönnun. Hönnun á hátíðnikerfum (t.d. loftnet og loftnetaraðir) er vanalega framkvæmd með því að nota rafsegulgreiningarhermun sem er reiknislega kostnaðarsöm þegar um er að ræða raunhæf kerfi. Vegna þessa er krefjandi að nýta þesskonar greiningu í hönnun og líkangerð, sérstaklega þegar um er að ræða endurteknar hermanir eins og í bestun eða tölfræðilegri greiningu. Núverandi aðferðir til að þróa staðgengilslíkön eru takmörkuð varðandi fjölda stika og víddir þeirra. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að þróa reiknilega hagkvæmar aðferðir til að smíða staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi.
Design-Oriented Computationally-Efficient Forward and Inverse Surrogate Modelling of High- Frequency Structures
Accurate evaluation of the system performance is a fundamental prerequisite to ensure reliability of design processes. In the design of high-frequency structures (RF/microwave circuits, antennas, photonics, electromagnetic compatibility, etc.) it is performed using full-wave EM analysis which is inherently expensive in computational terms when applied to realistic structures. Consequently, its straightforward application in design and modelling processes is challenging, especially when repeated simulations at different points of the design/modelling space are necessary, e.g., for parametric optimization, statistical analysis, robust or tolerance-aware design. For these tasks, fast yet reliable replacement models are indispensable. The existing methods for constructing of replacement models, data-driven and surrogate-assisted, are of limited applicability in terms of dimensionality and ranges of parameter spaces. This research project aims at development of techniques for low-cost construction of fast surrogate models which can be utilized for real-world design and performance analysis tasks of RF, microwave, antenna, and photonic engineering, and closely related fields, e.g., high-frequency electronics, EM packaging, RFID, digital signaling, wireless powering. Two additional and important topics to be covered are construction of fast inverse surrogates for fast re-design of high-frequency structures and automated procedures of low-fidelity EM-simulation model setup.
Bjarni Bessason, Rajesh Rupakhety og Sigurður Erlingsson, Verkfræði- og náttúruvísindasviði, Háskóla Íslands.
Verkefnið byggir á háþróaðri tækni við vísindarannsóknir í jarðskjálftaverkfræði á Íslandi. Það skiptist í þrjá megin vinnupakka sem eru aðlagaðir að sérstæðri jarðfræði landsins og byggingarhefðum. Á Íslandi eru víða þykk laus setlög sem mynduð eru vegna rofs og framburðar jökla, jökulhlaupa og jökuláa, sem og vegna eldvirkni með öskufalli, gjóskumyndun og hraunrennsli. Á sumum stöðum eru eitt eða fleiri stíf lög, t.d. hraunlag eða kargalag, sem liggja ofan á mýkri setlögum eða inn á milli slíkra laga. Í vinnupakka 1 verður unnið að því að meta sveiflueiginleika jarðsniða á tíu völdum prófunarstöðum. Í vinnupakka 2 verða notuð þrívíð eðlisfræðileg líkön til að herma yfirborðshreyfingu fyrir sviðsetta jarðskjálfta. Þessi tölulegu líkön verða kvörðuð og sannreynd með skráðum hröðunargögnum frá stóru Suðurlandsskjálftunum í júní árið 2000 og í maí 2008. Mjög ítarleg gögn eru einnig til um skemmdir á mannvirkjum eftir þessa skjálfta. Í vinnupakka 3 verða hermdar yfirborðshreyfingar sem byggja á niðurstöðum úr vinnupökkum 1 og 2 notaðar ásamt tjónagögnunum til rannsaka hvaða stikar henta best fyrir tjónnæmislíkön sem notuð eru í áhættugreiningu. Tjónnæmi á öðrum hlutum en burðarvirki bygginga sem og tjónnæmi á lausum húsbúnaði verða einnig könnuð. Auk birtinga greina í vísindaritum og akademískra prófgráða felst hluti af verkefnavinnunni í því að koma á fót opinni vefsíðu með jarðtæknilegum gögnum, hugbúnaði og hermdum tímaröðum fyrir verkfræðinga og vísindamenn sem starfa á þessu sviði. Verkefnið miðar þannig að því að brúa bilið milli vísindarannsókna og hagnýtrar verkfræði.
Seismic risk in Iceland
The project proposes advanced scientific research in earthquake engineering in Iceland. It is dividedin three main work packages. Surface geology in Iceland is unique due to its volcanic environment and frequent glacial outburst floods with rapid sediment built up. At many places sediments are sandwiched between lava layers. WP1 will be pursued through evaluation of site response at 10 selected test sites, both soil sites andlayered sites of lava and sediments. In WP2 physics-based 3D simulation of ground motion will be performed to generate ground motion field for selected earthquake scenarios. Numerical models will be calibrated and verified using strong motion data recorded during two Mw6.5 earthquakes in June 2000 and Mw6.3 earthquake in May 2008 in South Iceland. Very detailed dwelling-by-dwelling loss data after the 2000 and 2008 earthquakes exists. In WP3 simulated ground motion field based on WP1 and WP2 will be used to investigate ground motion parameters that are most suitable for vulnerability models. Vulnerability of non-structural elements and building contents will also be addressed. Experimental tests will be used for validation of numerical models. Apart from scientific publications and academic diplomas, the project will establish an open web page with geotechnical data, software and simulated time series for practicing engineers and researchers. The project thus aims to bridge the gap between scientific research and engineering practice.
Hans Tómas Björnsson, Heilbrigðisvísindasviði, Háskóla Íslands.
Erfðafræðingar eru sífellt að finna stökkbreytingar í fleiri þáttum sem eru hluti af utangenakerfinu í einstaklingum með þroskaskerðingu. EDDA-MD stingur uppá að framkvæma kerfisbundna óvirkjun á utangenaþáttum til að uppgötva og staðfesta svæði í erfðamenginu þar sem utangenaerfðir stjórna virkni taugafruma. Til þess að taugakerfið virki rétt þarf að stjórna hraða frumusérhæfingar afar nákvæmlega. Tilgáta okkar er að við útslátt þessara þátta muni gen sem eru undir stjórn þeirra sýna óeðlilega genatjáningu við taugafrumusérhæfingu, truflun á samtjáningu utangenakerfisins og/eða hraða frumusérhæfingar. Við munum slá út 80 utangenaþætti með CRISPR-Cas9 aðferð í músataugastofnfrumum, en slíkar frumur er oft notaðar til að meta taugasérhæfingu. Við munum síðan rannsaka genatjáningu, hraða frumusérhæfingar, samtjáningu og truflun á genagreypingu við sérhæfingu. Til að uppgötva svæði þar sem DNA metýlun (DNAm) er óeðlileg í genum með breytta genatjáningu, munum við mæla DNAm við sérhæfingu í frumum sem vantar einhvern af þessum 80 þáttum. Til að staðfesta utangenafræðilegt hlutverk slíkra svæði, munum við umbreyta litni fyrir 50 slík svæði og meta genatjáningu og hraða frumusérhæfingar í kjölfarið. Við lok þessarar rannsóknar munum við hafa dýpri skilning á hvernig utangenaerfðir gegna hlutverki í taugafrumum, á hvaða svæðum utangenaerfðir skipta mestu máli en slíkar upplýsingar geta leitt til nýrra meðferðamarka fyrir sjúkdóma sem valda þroskaskerðingu.
Role of Epigenetics in Disease Determined through Analysis of Machinery Disruption (EDDA-MD).
Loss of components of the epigenetic machinery (EM) often leads to Mendelian disorders of the epigenetic machinery (MDEM), an emerging cause of intellectual disability. EDDA-MD proposes to induce EM component loss to identify and validate loci at which the epigenetic state dictates cellular function in neurons. Proper function of the nervous system requires precise regulation of differentiation rates. We hypothesize that genes under direct EM control may demonstrate abnormal expression during neural differentiation, which may disrupt the EM co-expression network or alter differentiation rates. We propose knocking out each of 80 EM components with CRISPR-Cas9 in murine hippocampal progenitor cells, an established model of neural differentiation. We will then study expression, differentiation rate, co-expression and imprinting during differentiation. To identify DNA methylation (DNAm) abnormalities at genes with disrupted expression, we will catalog DNAm during neuronal differentiation in cells lacking each of 80 EM genes. To validate epigenetically responsive loci found to harbor EM dependent DNAm abnormalities, we will directly manipulate the chromatin state at 50 loci and characterize gene expression and neuronal differentiation rates. If successful, these studies will lead to a deeper mechanistic understanding of the role of epigenetics in human phenotypes, identify disease-relevant epigenetic variation, and open up avenues for novel therapies for intellectual disability.
Eiríkur Steingrímsson, Heilbrigðisvísindasviði, Háskóla Íslands.
Sortuæxlisfrumur geta breytt svipgerð sinni þannig að æxlisfrumur sem fjölga sér breytast í frumur sem ferðast. Þannig getur æxlið myndað meinvarp á nýjum stað sem síðan vex og dafnar. Umritunarþátturinn MITF er nauðsynlegur fyrir fjölgun og lifun sortuæxlisfrumna og stjórnar einnig getu þeirra til að breyta svipgerð sinni. Nýlegar rannsóknir okkar hafa sýnt að MITF örvar ekki aðeins umritun heldur gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að hindra tjáningu gena sem taka þátt í að endurskipuleggja utanfrumuefni fruma og tengsl frumunnar við það. Þessi tvíþátta eiginleiki MITF gæti verið lykill að svipberðarbreytingunni. Hér munum við gera ýmsar tilraunir til að ákvarða hlutverk þessara gena og ferla í svipgerðarbreytingunni og munum m.a nota CRISPR-tæknina til að leita að genum sem taka þátt í þessu ferli. Rannsókn þessi mun auka skilning á ferlunum sem stjórna svipgerðarbreytingum, einkum hvað varðar hlutverk MITF og hugsanlega opna nýjar leiðir til meðferðar sortuæxla í mönnum.
The role of MITF in phenotype switching in melanoma.
The Microphthalmia-associated transcription factor (MITF) is crucial for melanoma cell survival and proliferation. Substantial evidence points to a direct link between MITF function and the ability of melanoma cells to switch their phenotype from proliferative non-invasive cells to quiescent metastatic cells. We have preliminary data showing that MITF is involved in regulating the expression of genes involved in EMT, focal adhesion and chromatin remodeling which in turn may mediate the effects of MITF on phenotype switching. Based on this preliminary data, we will perform several experiments to test the role of these genes and pathways in the phenotype switching process, generate reporter systems for the switching process and perform CRISPR-based screens for genes involved in mediating phenotype switching. In addition to having a potential therapeutic value, understanding the mechanistics of the switching process would have a significant scientific impact on melanoma research and may lead to novel therapeutic insights.
Sigurður Yngvi Kristinsson, Heilbrigðisvísindasviði, Háskóla Íslands.
Mergæxli (MM) er beinmergskrabbamein sem alltaf hefur undanfara, svokallað forstig mergæxlis (MGUS) og mallandi mergæxli (SMM), sem auðvelt er að greina með einfaldri blóðprufu. SMM hefur háa áhættu á framþróun í MM og MM sjúklingar með greint forstig hafa betri horfur. Allt að 97% MM tilfella greinast þó þegar sjúkdómurinn er langt genginn. Undanfarin ár hafa komið fram nýjar lyfjameðferðir við MM sem hafa leitt til byltingar í meðferð og horfum sjúkdómsins. Allar fyrri rannsóknir á SMM eru á sjúklingum sem greinst hafa fyrir tilviljun. Því er mikilvægum spurningum ósvarað m.a. um snemmkomna meðferð faraldsfræði SMM, lífsgæði og meingerð. Í þessari rannsókn munum við byggja á rannsókninni Blóðskimun til bjargar þar sem ríflega 80 þúsund manns skráðu sig til þátttöku (yfir 54% þjóðarinnar >40 ára). Í rannsókninni fer fram skimun, klínískt mat, eftirfylgni, lífsýnasafn, og tenging við heilbrigðisgagnagrunna. Í þessari umsókn munum við greina alla SMM sjúklinga í Blóðskimun með það að markmiði að bæta verulega greiningu, skilning og meðferð byggða á snemmgreiningu og snemmmeðferð. Meginmarkmiðin eru að auka skilning á faraldsfræði og klínískri hegðun SMM, meta sjúklingamiðaðar útkomur, einstök fasa 2 lyfjarannsókn og grunnrannsóknir.
Early Detection and Intervention in Smoldering Multiple Myeloma: population-based screening and treatment
Multiple myeloma (MM) is a bone marrow malignancy that is always preceded by asymptomatic precursor conditions, MGUS or smoldering MM (SMM), that can be easily detected by a simple blood test. SMM is associated with a high risk of progression to MM and MM patients with a known SMM have superior survival than without. Currently, however 94-97% of MM cases are diagnosed already at the stage of full-blown malignancy. Recently, several drugs for MM with lower toxicity have led to a paradigm shift and a possibility of early treatment with sustainable remissions/cure. All prior studies are based on patients diagnosed by chance. Therefore, there are important and urgent questions on role of early treatment, epidemiology, quality of life, and pathogenesis. In this proposal we plan to build on the success from the Iceland Screens, Treats, or Prevents MM (iStopMM) study, which remarkably received consent from over 54% of the population (N=80,752) to a nationwide screening for MM precursors. It includes clinical evaluation and follow-up, biobanking, and cross linking to central registries of health data. In this project, we will identify all SMM patients from iStopMM, with the global objective to vastly improve the diagnosis, current understanding, and treatment by early detection and early treatment. The main specific objectives are to gather knowledge on epidemiological/clinical aspects of SMM, and patient reported outcomes, a unique phase 2 intervention trial, and biological studies.
Viðar Örn Eðvarðsson, Landspítali Háskólasjúkrahús.
Árið 2009 stofnuðu ábyrgðarmenn þessa verkefnis ásamt leiðandi vísindamönnum í Bandaríkjunum samstarfshópinn Rare Kidney Stone Consortium (RKSC) í því augnamiði að rannsaka sjaldgæfar orsakir nýrnasteina og kristallamiðlaðra nýrnaskemmda sem leiða til langvinns nýrnasjúkdóms og nýrnabilunar, þar á meðal adenín-fosfóríbósýltransferasaskort (APRT-skort). Rannsóknarhópur okkar á Landspítala setti á laggirnar alþjóðlega miðstöð fyrir rannsóknir á APRT-skorti og teljumst við nú vera leiðandi á heimsvísu. Á undanförnum áratug höfum við byggt upp hóp sjúklinga frá ýmsum löndum og höfum safnað frá þeim umfangsmiklum gögnum ásamt lífsýnum. Enn fremur höfum við þróað aðferðir til að greina APRT-skort og meta árangur meðferðar. Fyrirhugaðar rannsóknir okkar fela í sér eftirfarandi markmið: (1) að varpa ljósi á þætti sem tengjast sköddun nýrna af völdum 2,8-díhýdroxýadenínkristalla meðal sjúklinga með APRT-skort og geta mögulega leitt til uppgötvunar nýrra meðferðarleiða; (2) að skilgreina einstaklingsmiðaða meðferð við APRT-skorti; og (3) að halda áfram uppbyggingu gagnasafns og lífsýnabanka til notkunar í vísindarannsóknum á APRT-skorti í framtíðinni. Í rannsóknaráætlun okkar nýtum við styrkleika alþjóðlegs teymis vísindamanna, vel skilgreint sjúklingaþýði og lofandi frumniðurstöður til að framkvæma bæði frumurannsóknir og færslurannsóknir sem miða að því að auka skilning á meinmyndunarferli kristallanýrnaskaða, finna nýjar meðferðarleiðir og hámarka ávinning meðferðar APRT-skorts.
Adenine Phosphoribosyltransferase Deficiency: Mechanisms of Kidney Injury and Treatment Individualization.
The Rare Kidney Stone Consortium (RKSC), founded in 2009, by the principal investigators and leading US scientists, focuses on rare causes of kidney stone disease and crystal-induced kidney injury, leading to progressive chronic kidney disease and kidney failure, including adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd). Our research group at Landspitali–The National University Hospital established an international program for studies on APRTd and have since made significant progress and are currently the world leader of the field. Over the past decade, we have collected extensive high-quality data and matching biological samples from our unique patient cohort, and have developed novel laboratory methods for the diagnosis of APRTd and treatment monitoring. In our proposed studies, we aim to: (1) identify factors associated with 2,8-dihydroxyadenine crystal-induced kidney injury in APRTd as potential novel therapeutic targets; (2) individualize therapies for APRTd; and (3) expand the RKSC APRTd Patient Registry and Biobank, ensuring a renewable resource for future studies. We will take advantage of an established international multidisciplinary research team, well-characterized patient cohorts, and promising preliminary data to conduct complimentary in vitro cell culture studies and translational studies in patients for improved understanding of the mechanisms of crystal-induced kidney injury, identifying possible novel treatment targets and optimizing existing therapies.
Valdimar Hafstein, Félagsvísindasviði, Háskóla Íslands.
Vísindaleg þekking á samlífi manna og örvera hefur vaxið hratt alla 21. öldina, sem og áhugi almennings og fjárfesting fyrirtækja í þessu samlífi. “Örveruvendingin”, eins og þetta hefur verið nefnt, varpar fram nýjum spurningum og áskorunum fyrir vísindin. Þetta þverfræðilega verkefni tekur til rannsóknar á samlífi manneskja og örvera á Íslandi og beinir sjónum að því hvernig þetta samlífi mótast í hversdagslegum athöfnum fyrr og nú. Verkefnið rannsakar sköpunarmátt örveranna í matarháttum og daglegu lífi; það fylgir þeim allt frá ræktun, bakstri, bruggun, súrsun og skyrgerð, í gegnum meltingarkerfið og aftur ofan í jarðveginn með moltugerð, og það rannsakar áhrif þessa samlífis á líkamlega, andlega og félagslega velferð fólks. Verkefnið skoðar þannig lifandi “kúltúr” með samþættingu eigindlegra, etnógrafískra aðferða (m.a. skynrænnar etnógrafíu og fjöltegundaetnógrafíu), megindlegra aðferða og rannsóknarstofuaðferða. Í verkefninu munu því félagsvísindin víxlleggjast með náttúruvísindum og heilbrigðisvísindum. Þannig mun það laða fram nýja þekkingu á flóknu samspili milli mannlegs atbeina og atbeina annarra tegunda, og á því hvernig þetta samspil mótar efnisheiminn, þar með talinn mannslíkamann. Markmiðið með slíkri þverfræðilegri rannsókn á samlífi manneskja og örvera er að móta nýtt sjónarhorn á mannlega heilsu, matarhætti, félagslegt samneyti og samspil manneskja og örvera við umhverfi sitt sem gæti vísað veginn í átt að sjálfbærari framtíð.
Symbiotic Living: Human-Microbial Relations in Everyday Life
Scientific knowledge, popular interest and commercial investment in intimate relationships between humans and microbes have grown exponentially in the first two decades of this century. Known as the “microbial turn”, this explosion of interest has brought forward new questions and challenges to scientific research. This interdisciplinary project addresses the symbiotic living of humans and microbes in Iceland and how that coexistence is shaped through everyday cultural practices, present and the past. The project studies the creative agency of microbes in vernacular food practices -- from growing, baking, brewing, pickling and dairy making, through the digestive system and back to the soil through composting -- and their implications for the physical, mental, and social wellbeing of humans. The project examines such living cultures of living cultures through multispecies and sensory ethnography, quantitative surveys, and laboratory methods. Crossing social science with natural and health sciences, it will provide new knowledge of the complex interactions of human and non-human agencies and their conjoined impact on the physical world, including human bodies, through multidimensional research on joint cultural practices of humans and microbes. The study of these symbiotic practices offers an important vantage point on human health, foodways, sociality, and interaction with the environment, and may suggest some guiding lights for a more sustainable future.
Árni Daníel Júlíusson, Hugvísindasviði, Háskóla Íslands og Ramona Harrison, University of Bergen.
Markmið verkefnisins er að svara spurningum um þróun stéttaskiptingar í tveimur dölum norðanlands, Svarfaðardal og Hörgárdal á tímabilinu 870 - 1500. Þetta er meginvandamál í íslenskri sagnfræði sem hefur aldrei fengið nægilega athygli. Ýmislegt bendir til þess að hópur sjálfseignarbænda hafi komið sér fyrir í dölunum fyrst á tímabilinu, um 870-1100. Það er hins vegar ljóst að þegar ritheimildir koma til, rétt fyrir 1200, var orðin til mikil og skýr stéttaskipting í Svarfaðardal og Hörgárdal. Hvernig og af hverju gerðist þetta? Tilgátan um að til hafi verið samfélag sjálfseignarbænda verður prófuð með rannsóknum í Fram-Svarfaðardal, þar sem vísbendingar um samfélag frjálsra bænda skortir en vísbendingar eru annars um byggð á tímabilinu 870-1100. Skortur á rituðum heimildum fyrir þetta tímabil gerir að verkum að fræðilegum vandamálum sem í eðli sínu eru félagssagnfræðileg verður aðeins svarað með fornleifafræðilegum og vistfræðilegum rannsóknum. Gögn úr rituðum heimildum hafa leitt til að tvær spurningar frá tímabilinu 1100-1500 verða lagðar fram og svarað með rannsóknum á fornleifum og vistkerfi. Sú fyrri er hvort til hafi orðið ný undirstétt hjáleigu- eða hjábýlafólks á tímabilinu 1100-1400, og sú síðari er um afleiðingar svartadauða 1402- 1404 á félagskerfið, þar sem ritaðar heimildir virðast gefa til kynna að það samfélag sem fyrir var hafi nánast þurrkast út og byrjað hafi verið upp á nýtt. Hvernig endurspeglast slíkur atburður í fornleifum og vistkerfi?
Power, Wealth and Pandemic in Two Valleys: Svarfaðardalur, Hörgárdalur and their hinterlands ca. AD 870–1500
The aim of the project is to answer questions on the development of social stratification between 870-1500 (all dates are AD) in two northern valleys in Iceland: Svarfaðardalur and Hörgárdalur. This is a central question in Icelandic historiography that has never received proper attention. There are indications for an egalitarian society of farmers in the first part of the period, ca. 870-1100. Written sources appear just before 1200. By then, distinct and wide social stratification in Svarfaðardalur and Hörgárdalur was already established. How and why did the class system end in this result? The hypothesis of an egalitarian society will be tested by research in upper-Svarfaðardalur and Hörgárdalur, where the evidence for the existence of free farmers are lacking, but where there are indications for settlement in the period 870-1100. The lack of written sources for the period requires that historical questions are answered through environmental archaeology, palaeoecology and geology. Evidence from written sources has given rise to two further problems for the period 1100-1500, also to be addressed via archaeological and environmental science methods: The potential development of a sub-tenant class between 1100- 1400, and the social and economic consequences of the 1402-1404 pandemic. Written sources indicate an eradication of the old social structure and the creation of a new one around then. How is this observable in archaeology and ecology?