Fagráð

Vísindanefnd Vísinda- og nýsköpunarráðs skipar fagráð Rannsóknasjóðs. Hvert fagráð er skipað allt að sjö einstaklingum með dósentshæfi og víðtæka reynslu af rannsóknum. Að minnsta kosti tveir fagráðsmenn í hverju fagráði skulu vera starfandi utan Íslands. Við skipun fagráða er gætt að faglegri breidd og að því að kynjahlutfall sé sem jafnast.

Vísindanefnd skipar formann fagráðs úr röðum fagráðsmanna. Formaður ber ábyrgð á, með hjálp umsjónarmanns fagráðs, að samræma vinnu fagráðsins og að fagráðið vinni samkvæmt stefnu og hlutverki Rannsóknasjóðs og almennum siðareglum. Eftir að fagráðin hafa verið skipuð eru nöfn fagráðsmanna birt hér á síðunni.

Nánari leiðbeiningar til fagráðsfólks, ytri sérfræðinga, vanhæfisreglur og matsferli er að finna í Handbók Rannsóknasjóðs.

Fagráð og fagsvið

Fagráðsfólk








Þetta vefsvæði byggir á Eplica