Í samræmi við lög um breytingu á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (149/2012), skulu niðurstöður rannsókna sem styrktar eru af Rannsóknasjóði birtast í opnum aðgangi. Lög um opið aðgengi eiga aðeins við um birtingar niðurstaðna í ritrýndum vísindatímaritum. Vinsamlegast
kynnið ykkur reglur Rannís um varðveislusöfn. Í birtingum skal tilgreina að verkefnið hafi verið styrkt af Rannsóknasjóði með fyrirvaratexta/tilvísun og nota kennimerki sjóðsins.
Styrkþegum standa tvær meginleiðir til að tryggja opið aðgengi, annars vegar að birta í tímaritum sem gefin eru út í
opnu aðgengi, hins vegar í rafrænu varðveislusafni samhliða birtingu í
hefðbundnu áskriftartímariti. Lokaútgáfa ritrýnds handrits skal send
varðveislusafni um leið og greinin hefur verið samþykkt til birtingar.
Ef tímaritið fer fram á biðtíma áður en greinin verður aðgengileg í opnu
aðgengi verður hún birt sjálfkrafa að þeim tíma loknum.
Varðveislusafnið Opin vísindi tekur við greinum frá íslensku háskólunum. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni opinvisindi.is.
Í
allri umfjöllun um niðurstöður verkefnisins skal tilgreina að verkefnið
hafi verið stutt af Rannsóknasjóði, á ensku The Icelandic Research
Fund, og tilgreina styrknúmer verkefnisins. Sjá eftirfarandi dæmi:
Þetta verkefni/rannsókn/útgáfa, nr. xxxxxx, er unnið með styrk frá Rannsóknasjóði.
This prjoect/study/work/publication, grant no. xxxxxx, was supported by the Icelandic Research Fund.
Öll verkefni styrkt af Rannsóknasjóði, eiga að nota kennimerki (lógó) sjóðsins ásamt viðeigandi fyrirvaratexta. Á þetta við um allt kynningarefni varðandi verkefnið (t.d. bæklinga, plaköt, myndbönd, kynningar, heimasíður o.fl.).
Merki Rannsóknasjóðs - íslensk útg.
Merki Rannsóknasjóðs - ensk útg.