Þá sem stunda norræna samvinnu á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða.
Til hvers?
Markmið NordForsk er að stuðla að auknu rannsóknasamstarfi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja þegar við á.
Umsóknarfrestir
NordForsk auglýsir umsóknafresti sérstaklega fyrir hverja rannsóknaráætlun og samstarfsverkefni. Umsóknafrestir eru jafnframt auglýstir á heimasíðu NordForsk og hjá Rannís.
NordForsk er stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og veitir NordForsk styrki til og styður við norrænt samstarf á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða.
Höfuðstöðvar NordForsk eru í Oslo.
Markmið NordForsk er að stuðla að auknu rannsóknasamstarfi Norðurlandanna og tryggja gæði, árangur og skilvirkni norræns rannsóknasamstarfs, og stuðla þannig að því að Norðurlöndin verði í fararbroddi í rannsóknum og nýsköpun.
Stefna NordForsk, forgangsatriði og áætlun fyrir 2023–2026
Rannís veitir upplýsingar um áætlanir og samstarfsverkefni á vegum NordForsk og tekur þátt í að móta köll sem Ísland er þátttakandi í.
NOS-HS: The Joint Committee for Nordic research councils in the Humanities and Social Sciences
NOS-M: The Joint Committee of the Nordic Medical Research Councils
NOS-N: The Joint Committee of the Natural Science Research Councils in the Nordic Countries